76 nemendur brautskráðir

Föstudaginn 18. desember var brautskráning frá FSu. Alls brautskráðust 76 nemendur, þar af 53  stúdentar.
   Skólameistari, Örlygur Karlsson, stýrði athöfninni samkvæmt venju. Aðstoðarskólameistari, Þórarinn Ingólfsson, flutti annál annarinnar í tali og tónum.
   Sviðsstjórar skólans, þau Björgvin E. Björgvinsson, Þórunn Jóna Hauksdóttir og Ægir Sigurðsson, veittu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í einstökum greinum, auk þeirra Ara Thorarensen fyrir hönd skólanefndar og Hjartar Þórarinssonar fyrir hönd Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskólans sem veittu viðurkenningar fyrir besta heildarárangur.
 

   Skólameistari ávarpaði brottfarendur. Daníel Haukur Arnarsson flutti ávarp fyrir hönd brottfarenda.  Ávarp 20 ára stúdenta, sem brautskráðust á annan í jólum 1989, flutti Davíð Jóhann Davíðsson. Kór skólans undir stjórn Stefáns Þorleifssonar söng jólalög í upphafi athafnar og í lok hennar stúdentalög. Gestum var síðan boðið til hefðbundinna útskriftarveitinga. Myndir hér.