200 skólanefndarfundir

Á myndinni eru frá vinstri: Kristjana Hrund Bárðardóttir, áheyrnarfulltrúi kennara, Þórarinn Ingólfs…
Á myndinni eru frá vinstri: Kristjana Hrund Bárðardóttir, áheyrnarfulltrúi kennara, Þórarinn Ingólfsson, aðstoðarskólameistari, Sigursveinn Sigurðsson, skólameistari, Elín Einarsdóttir, Matthías Bjarnason, áheyrnarfulltrúi nemenda, Jón G. Valgeirsson, varaformaður skólanefndar, Kristín Traustadóttir og Jóna S. Sigurbjartsdóttir.

Skólanefnd FSu fundar reglulega um ýmis málefni skólans og hefur gert frá upphafi. Síðasti fundur skólanefndar var merkilegur þar sem um var að ræða fund nr. 200. Á fundinum var farið yfir upphaf annar og það sem er framundan, reksturinn og fleira og formaður nemendaráðs fór yfir skipulag félagsstarfs nemenda í vetur.

Í nefndinni sitja auk skólastjórnenda Elín Einarsdóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Jón G. Valgeirsson, Jóna S. Sigurbjartsdóttir og Kristín Traustadóttir. Varamenn eru Benedikt Benediktsson, Brynjólfur Magnússon, Halldóra Hjörleifsdóttir, Hólmfríður Kjartansdóttir og Þorsteinn M. Kristinsson. Að auki sitja fundina þrír áheyrnarfulltrúar, fulltrúi kennara, nemenda og foreldra.

Hlutverk nefndarinnar samkvæmt lögum er:

  • að marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf, 
  • vera skólameistara til samráðs um námsframboð skóla, 
  • staðfesta skólanámskrá að fenginni umsögn almenns skólafundar og fylgjast með framkvæmd hennar, 
  • veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar,
  • vera skólameistara til samráðs um fjárhæð þeirra gjalda sem skólameistari ákveður
  • vera skólameistara til samráðs um samninga sem viðkomandi skóli gerir, 
  • vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál, 
  • veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara. 

Fundargerðir skólanefndar má lesa hér