19. apríl - mikilvægur dagur!

Föstudagurinn 19. apríl er mikilvægur dagur:

a)      Þá er síðasti dagur til að tala við námsráðgjafa varðandi sérstakar prófaðstæður og hljóðskrár í prófum. Nemendur verða að vera búnir að tala við kennara sína áður en rætt er við námsráðgjafa.

b)      Sama dag rennur út frestur til að sækja um lengri próftíma fyrir þá nemendur sem greindir hafa verið með námserfiðleika / lestrarerfiðleika. Nemendur, sem eru þegar með skírteini (gul) um lengri próftíma frá námsráðgjöfum, þurfa ekki að sækja um aftur.

 

Náms-og starfsráðgjafar og prófstjóri