15. nóvember - mikilvægur dagur

Við viljum minna á að nú er hægt að sækja um sérstakar prófaðstæður í lokaprófum í desember hjá okkur náms- og starfsráðgjöfum.

Síðasti dagur til að sækja um er föstudagurinn 15.nóvember.

Í fyrsta lagi er hægt er að sækja um lengri próftíma

(þeir sem hafa gult kort sem staðfestingu á honum þurfa ekki að sækja um aftur).

Í öðru lagi er hægt að sækja um:

  • Fámenni
  • Fá að taka próf á tölvu
  • Einhvern tiltekinn lit á prófblöðum/stærra letur
  • Fá prófin lesin inn á minniskubb (hljóðpróf)
  • og svo framvegis.

Athugið að það er hægt að sækja um fámenni í einni grein og láta lesa upp fyrir sig próf í annarri grein og svo framvegis allt eftir því hvað hentar í hverri grein fyrir sig.

Athugið líka að ef þið ætlið að sækja um annað en fámenni eða lengri próftíma þurfið þið að láta viðkomandi kennara vita að þið ætlið að sækja um t.d gulan lit á prófblöð eða eitthvað slíkt til að þeir viti hvað þeir þurfa langan tíma til að búa til lokaprófin.

Ef einhvern vantar aðgang að Hljóðbóksafninu www.hbs.is er hægt að hafa samband við okkur náms- og starfsráðgjafa.

Með bestu kveðju

náms- og starfsráðgjafar Fjölbrautaskóla Suðurlands