Fréttabréf 2025

Fréttabréf Hollvarðasamtaka FSu Nóvember 2025

Ágætu Hollverðir og vinir Fjölbrautaskóla Suðurlands

Nú sem fyrr þurfum við á styrkjum ykkar að halda og vonum að þið takið jákvætt í beiðni um greiðslu árgjalds. Árgjaldið er áfram 2000 krónur. Í heimabanka ykkar mun koma ósk um greiðslu á þessum 2000 krónum sem ganga til Hollvarðarsamtakanna.

Við biðlum til ykkar um að styrkja Hollvarðasamtökin og ekki síst að fá félaga ykkar sem voru í skólanum með ykkur til að ganga í Hollvarðasamtökin. Það munar um hvern og einn. Hollverðir hafa veitt námsstyrki við brautskráningu og einnig styrki til bókasafnsins, skólakórsins, söguskráningar skólans og sönglagastyrki. Ýmsa aðra styrki mætti nefna, s.s. fjárframlag til skólans vegna ýmiss konar tækjakaupa, einkum á verknámsbrautum.

Markmið samtakanna er að auka tengsl skólans við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag hans fyrir brjósti. Einnig að styrkja og efla skólann eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt.

Á heimasíðu FSu má finna krækju á vef Hollvarðasamtakanna en Helgi Hermannsson er starfsmaður samtakanna og sér um síðuna í samráði við stjórn Hollvarðarsamtakanna.

Slóðin er https://www.fsu.is/is/um-skolann/samstarf/hollverdir

Sömuleiðis eru samtökin með fésbókarsíðu sem gaman væri að þið fylgdust með.

Stjórn Hollvarðasamtaka FSu skipa:

Sigþrúður Harðardóttir  formaður

Sandra D. Gunnarsdóttir ritari

Brynja Hjálmtýsdóttir gjaldkeri

Andrea Inga Sigurðardóttir, fulltrúi starfsmanna skólans

Formaður Nemendaráðs, fulltrúi nemenda skólans

Starfsmaður stjórnar er Helgi Hermannsson

Stjórnin