Fréttabréf 2024

Fréttabréf Hollvarðasamtaka FSu Október 2024

Ágætu starfsmenn Fjölbrautaskóla Suðurlands

Hollvarðasamtök Fjölbrautaskóla Suðurlands sem stofnuð voru árið 2002 hafa það að markmiði að auka tengsl skólans við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti. Þar að auki vilja samtökin styrkja og efla skólann eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt.

Hollverðir hafa veitt námsstyrki við brautskráningu og styrki til bókasafnsins, til einstakra nemenda í vanda og ýmsa aðra styrki. Má þar m.a. nefna styrki vegna námsefnis fyrir nemendur af erlendum uppruna og til tækjakaupa á iðnbrautum.

Það er von okkar sem stöndum að Hollvarðasamtökum FSu að sem flestir starfsmenn skólans styðji samtökin. Nú þegar eru margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn skólans Hollvinir. Þeir sem ekki eru það nú þegar en hafa hug á því að verða Hollvinir er bent á að hafa samband við Helga Hermannsson í gegnum netfangið helgiher@gmail.com. Árgjaldið er 2000 krónur og vonum við að tekið verði jákvætt í beiðni um greiðslu árgjaldsins. Að sjálfsögðu er árgjaldið alls ekki skyldugreiðsla og fellur niður eftir árið sé það ekki greitt. Greiðist árgjald ekki tvö ár í röð, þá fellur aðild að samtökunum sjálfkrafa niður.

Á heimasíðu FSu má finna krækju á vef Hollvarðasamtakanna sem Helgi Hermanns sér um í samráði við stjórn Hollvarðarsamtakanna. Slóðin er https://www.fsu.is/is/um-skolann/samstarf/hollverdir

Sömuleiðis eru samtökin með fésbókarsíðu sem við reynum að halda lifandi.

Stjórn Hollvarðasamtakanna skipa:

Vera Ósk Valgarðsdóttir, formaður

Anna Árnadóttir ritari

Sigþrúður Harðardóttir gjaldkeri

Andrea Inga Sigurðardóttir, fulltrúi starfsmanna skólans

Formaður Nemendaráðs, fulltrúi nemenda skólans

Starfsmaður stjórnar er Helgi Hermannsson

Stjórnin