Fréttabréf 2021

Fréttabréf Hollvarðasamtakanna október 2021

 

Ágætu Hollverðir og vinir Fjölbrautaskóla Suðurlands

Nú er komið að því: Guli góði skólinn okkar þarf enn og aftur á ykkar hjálp að halda.

 FSu

Sólguli skólinn okkar varð 40 ára 13. september 2021.

Ekki var hægt að halda upp á afmælið þá en vonandi verður það síðar. Í tilefni afmælisins vilja Hollverðir gefa skólanum gjafir en hentugt tækifæri gefst vonandi bráðlega. Við þurfum því að styrkja sjóð Hollvarðasamtakanna og vonumst til þess að þið styrkið okkur áfram, árgjaldið er 2000 kr. 

Senn kemur inn á heimabanka ykkar ósk um greiðslu kr. 2000 til Hollvarðasamtakanna.

Kæru félagar styrkið Hollvarðasamtökin og fáið félaga ykkar sem voru í skólanum með ykkur til að ganga í samtökin og aðra sem þið þekkið. Það munar um hvern og einn. Hollverðirnir hafa veitt námsstyrki við brautskráningu og styrki  til bókasafnsins, skólakórsins, söguskráningar skólans og sönglagakeppni og ýmsa aðra styrki. Unnið hefur verðið að því að varðveita sögu skólans m.a. með því að skanna myndir og safna þeim.

 „Markmið samtakanna er að auka tengsl skólans við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag hans fyrir brjósti. Einnig að styrkja og efla skólann eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt.“

Undir heimasíðu skólans fsu.is er vefur samtakanna og hefur Helgi Hermannsson, kennari við skólann og starfsmaður samtakanna, séð um þá síðu í samráði við stjórn. Skoða má síðuna undir liðnum “Samstarf” á fsu.is. en slóðin er http://www.fsu.is/is/um-skolann/samstarf/hollverdir

Fylgist endilega með facebook síðu samtakanna https://www.facebook.com/HollvardasamtokFsu og einnig með heimasíðunni.

Stjórn samtakanna:
Örlygur Karlsson formaður
Anna Árnadóttir gjaldkeri
Sigþrúður Harðardóttir ritari
Andrea Inga Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna skólans

Formaður Nemendaráðs er fulltrúi nemenda skólans

Starfsmaður stjórnar er Helgi Hermannsson

Hægt er að hafa samband við formann Hollvarðasamtakanna Örlyg Karlsson í síma 862-7556 til að gerast félagi eða senda tölvupóst á netfangið orlygurk@gmail.com.