Fréttabréf 2003

Fréttabréf nr. 1 - apríl 2003


Kæri Hollvörður


Um leið og við sendum þér gíróseðil fyrir árið 2003 viljum við þakka þér samstarfið og segja nokkrar fréttir af högum samtakanna okkar sem nú eru orðin eins árs.


Í stjórninni sem kosin var á aðalfundinum 25. apríl s.l. eru Hjörtur Þórarinsson formaður, Anna S. Árnadóttir gjaldkeri, Sigurður Eyþórsson ritari, Valgerður Sævarsdóttir og Már Ingólfur Másson meðstjórnendur. 
Skráðir stjórnar – og vinnufundir voru 6 auk símafunda um einstök úrlausnarverkefni. 
Á þessum fundum hafa ýmis mál verið til umræðu og eru enn í mótun.


Markmið samtakanna
Á stofnfundinum í fyrra var spurt hvernig rækta ætti félagið.
Skólameistari svarað því til að það yrði á verksviði stjórnar að móta starfsemi félagsins fyrst um sinn.
Á þessu fyrsta starfsári höfum við unnið fyrstu skrefin að þessu viðfangsefni. Þetta viðfangsefni verður stöðugt í mótun.


Samþykkt var að veita námsstyrk til þess nemenda er fremst stæði í námsafköstum meðal jafningja sinna við lokapróf frá skólanum á hvorri önn. Hinn 24. maí 2002 hlaut Sigríður Erla Óskarsdóttir þennan styrk kr. 50.000, en hinn 20. des. hlaut Sigríður Vilhjálmsdóttir sama námsstyrk. Formaður fylgdi styrkveitingu eftir með eftirfarandi áherslu:

 


Markmið samtakanna er annars vegar að auka tengsl Fsu við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti, hins vegar að styrkja og efla skólann eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt, en einnig og ekki síst að rækta og alefla samband félagsfólks sín á milli.
Þessi menntastofnun veitir ómetanlegan styrk út í sunnlenskt samfélag. Fyrirtæki, einstaklingar, starfslið skólans og foreldrar ykkar bera umhyggju fyrir skólanum og heilbrigðan metnað. Allir sem unnið hafa að uppbyggingu, vexti og mámsveldi skólans s.l. 20 ár fagna góðum árangri ykkar og óska ykkur innilega til hamingju með námsárangurinn. Dvölin í skólanum fjölgar ferlum á vettvangi lífsbrautarinnar.