Aðalfundur 2025
Aðalfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands 28.maí 2025
- Mættir: Anna Árnadóttir, Brynja Hjálmtýsdóttir, Jón Özur Snorrason, Sandra D.Gunnarsdóttir og Sigþrúður Harðardóttir.
- Anna Árnadóttir staðgengill formannsins, Veru Óskar Valgarðsdóttur setti fund kl. 16.00 og bar fram tillögu um Jón Özur sem fundarstjóra og undirritaða sem ritara. Samþykkt samhljóða.
Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar og var hún samþykkt.
Anna Árnadóttir flutti skýrslu stjórnar frá síðasta ári. Þar er sagt frá því helsta í starfinu, s.s. fundahöldum, verðlaunaafhendingum við brautskráningu og öðrum styrkjum til nemenda auk þess sem varðveisla mynda og muna skólans hefur verið ofarlega á baugi. Enn hefur verið keypt námsefni fyrir erlenda nemendur og því verður haldið áfram. Aðrir fastir liðir voru reifaðir í skýrslunni svo sem útgáfa fréttabréfs og innheimta félagsgjalda, uppfærsla félagatals og ársreikningar samtakanna. Skýrslan samþykkt samhljóða. - Sigþrúður lagði fram reikninga félagsins fyrir árið 2024. Rætt um útgjöldin, sem eru að venju aðallega styrkir, verðlaun og gjafir. Einnig rætt um að gera skurk í að ná inn fleiri styrktaraðilum þar sem fyrirtækjum hefur farið fjölgandi á svæðinu og jafnvel að fá þá inn einhvern aðila til að taka það að sér gegn greiðslu. Reikningarnir samþykktir og undirritaðir.
- Tillaga stjórnar um að árgjaldið 2025 verði óbreytt á einstaklinga, 2000 krónur á einstaklinga en hækki í 10.000 krónur á fyrirtæki var samþykkt samhljóða.
- Kosning stjórnar. 3 stjórnarmenn gefa ekki kost á sér áfram, Vera Ó. Valgarðsdóttir formaður , Andrea Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna og Anna S.Árnadóttir ritari sem hefur verið í stjórn frá upphafi. Þeim voru þökkuð vel unnin störf og boðaðar á fyrsta fund nýrrar stjórnar í haust.
- Nýir stjórnarmenn voru kjörnir, Brynja Hjálmtýsdóttir og Sandra D. Gunnarsdóttir en fulltrúi starfsmanna svo og fulltrúi frá Nemendaráðs verða kjörnir í haust. Helgi Hermannsson verður áfram starfsmaður stjórnar.
- Kosning endurskoðenda. Þeir verða áfram Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Bragi Þorsteinsson.
- Önnur mál:
Nýr formaður, Sigþrúður Harðardóttir, ávarpaði fundinn og þakkaði það traust sem henni er sýnt. Hún afhenti nýrri stjórn samþykktir félagsins og minnti á mikilvægi þess að fráfarandi stjórn mæti á fyrsta fund haustsins þar sem sú nýja skipti með sér verkum. Rætt um geymslu myndefnis og hve mikilvægt starf fv. skólameistari Örlygur Karlsson hefur unnið. Nýr skólameistari, Soffía Sveinsdóttir, hefur sýnt málinu áhuga og mun taka það upp á UT fundi. Þá voru umræður um hvernig Hollverðir gætu stutt við starf skólans og hvort það væru einhver sérstök verkefni sem þeir ættu að koma að. Rætt um heimavistarmál sem er stórt verkefni en lítil fjárframlög , spurning um eftirspurnina eftir heimavist o.fl. Þá var rætt um styrki til handa hinum ýmsu brautum skólans og hvort ekki væri sniðugt að brautirnar kæmu að því að finna verkefni og safna með Hollvörðum fyrir tækjum eða öðrum nauðsynjum fyrir
sínar brautir.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17.00
Anna Árnadóttir ritari







