Aðalfundur 2006

Hollvarðasamtök Fjölbrautaskóla Suðurlands

Aðalfundur haldinn 19. maí 2006 kl.16:20 í stofu 202 í Odda

Mættir stjórnarmeðlimir voru: Hjörtur Þórarinsson formaður, Anna Árnadóttir gjaldkeri, Nanna Þorláksdóttir fulltrúi starfsmanna, Ragnar Gylfason fulltrúi nemenda. Sigurður Eyþórsson boðaði forföll.  Einnig mættu Örlygur Karlsson og Aldís Pálsdóttir.   Örlygur Karlsson var  fundarstjóri og Nanna Þorláksdóttir fundarritari.

Skýrsla stjórnar.  Hjörtur Þórarinsson gerði grein fyrir  starfi s.l. árs. Fyrirhuguð er gjöf, ræðupúlt, í tilefni af 25 ára afmæli FSu.  Selós hefur verið falið að smíða gripinn.

Hjörtur skýrði frá tillögu Sigurðar skólameistara um að senda bréf og gíróseðla til nýútskrifaðra í ágúst og minna þá á afmælið. (Senda þarf Sigurði Eyþórssyni lista með nýútskrifuðum þar sem að hann sér um bankamálin.)

Reikningar ársins 2005.  Gjaldkeri las upp reikninga. Þeir samþykktir.

.Tillögur stjórnar.  Tillaga stjórnar um óbreytt félagsgjöld,  900.- hjá einstaklingum og 3.600.- hjá fyrirtækjum. Hún samþykkt.  Einnig var samþykkt tillaga um að greiða Helga Hermannssyni kr. 10.000.- árlega fyrir uppfærslu á vefsíðu samtakanna.

Kosning formanns og tveggja stjórnarmanna.  Stjórnin verður óbreytt að öðru leyti en því að nemendaráð þarf að tilnefna nýjan stjórnarmann í stað Ragnars Gylfasonar.  Ragnar ætlar að ræða það við nýja stjórn nemendafélagsins.

 

Kosning tveggja skoðunarmanna.   Óbreytt. (Ásmundur Sverrir Pálsson og Gunnar Þorsteinsson).

 

Önnur mál.  Anna talaði um áður rædda tillögu stjórnar um að leita eftir hugmyndum hjá kennurum að verkefnum  fyrir Hollvarðasamtökin. Rætt um að huga þyrfti að og lagfæra félagatal á vef samtakanna.

Aldís ræddi um hugsanlegt foreldrafélag og lýsti áhuga sínum þess konar samtökum.

                                                           Fundi slitið um kl. 17:00    Nanna Þorláksdóttir fundarritari