- Um skólann
- Markmið og stefnur
- Nefndir og ráð
- Rekstur og skipulag
- Saga og þróun
- Samstarf
- Skólanámsskrá
- Starfsfólk
- Verklagsreglur
- Kynning á FSu
- Námið
- Þjónusta
- Myndir
- Dagatal
- Lykilorð í FSu
Fundur Foreldraráðs FSu
27. janúar 2015
Mættir: Björn, Elín, Kristín og Þorvaldur. Guðbjörg Grímsdóttir kennari við FSu var einnig
mætt og tekur við Fríðu Garðarsdóttur sem forvarnafulltrúi. Olga skólameistari kom síðar
inn á fundinn, eins fulltrúar nemendafélagsins (þau Arnar, Halldóra Íris og Hergeir).
Fundur settur kl. 16.55 á kaffistofu starfsmanna í FSu.
Dagskrá:
1. Á döfinni í skólastarfinu.
2. Nemendafélag FSu.
3. Önnur mál.
1. Á döfinni í skólastarfinu.
Guðbjörg Grímsdóttir var boðin velkomin á fund foreldraráðs. Hún sagði frá árshátíð nemenda FSu sem verður nk. fimmtudag 5. febrúar á Hvíta húsinu á Selfossi. Húsið opnar með kvöldverði en síðan er dansleikur frá kl. 23.00-02.00. Rætt um gæslumál á breiðum grundvelli. Óskað er eftir foreldrum á mótttökuvakt (ForeldraINN) frá kl. 22.00 til miðnættis en þá lokar húsinu.
2. Önnur mál (tekin fyrir á undan lið 2).
o Það er fækkun á nemendum í FSu.
o Búið er að koma á 25% stöðu sálfræðings við skólann og hóf hann störf núna um áramótin. Fundarmenn gerðu góðan róm að þessu, enda framfaraskref í þjónustu við nemendur, og vonandi að starfshlutfallið hækki þegar fram líða stundir.
o Rætt var um að gera 13. september ár hvert að afmælisdegi FSu.
o Sagt var frá Sunnlenska skóladeginum sem ráðgert er að halda á næsta ári. Um er að ræða samráðsvettvang skóla á Suðurlandi. Dagskrá er í mótun.
o 19. mars nk. verður haldin svokölluð Starfsmessa, en þá koma fyrirtæki í heimsókn í FSu og kynna starfsemi sína (áhersla á verkgreinar).
o Hönnun á starfsgreinahúsi er að ljúka. Stefnt er á að kennsla hefjist þar haustið 2016.
o Námsmatsstofnun mun framkvæma ytra mat á starfsemi FSu núna í vor.
o Rætt var um rekstrarhalla FSu.
o Námsráðgjöf fyrir fanga var einnig til umræðu en FSu kemur að þeirri stöðu ásamt Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Verkmenntaskóla Akureyrar.
3. Nemendafélag FSu.
Fulltrúar NFSu komu inn á fundinn kl. 17.30. Byrjað að ræða um flöt á samstarfi Foreldraráðs FSu og fulltrúa nemenda. Góður vilji er til þess á báða bóga. Hér er verið að stíga jákvætt skref í átt til aukins nemendalýðræðis. Olga kom inn á fundinn kl. 17.40 og sagði frá vinnu við styttingu námstíma til stúdentsprófs. Það eru komnar línur í þau mál og verður væntanlega til umræðu síðar.
Olga og Guðbjörg viku af fundi kl. 18.00.
Áfram var haldið að ræða um samstarf NFSu og Foreldraráðs FSu. Árshátíðarmál bar á góma en nokkur umræða spannst um dansleikjamál almennt og tengsl við forvarnastefnu FSu. Var það góð og gagnleg umræða og skipst var á skoðunum m.a. um forvarnir, áfengisnotkun, tímalengd dansleikja, staðarmenningu o.fl. Ákveðið að halda áfram með umræðuna með fulltrúum NFSu á næsta fundi foreldraráðs.
Boðað verður til næsta fundar í febrúar 2015.
Fundi slitið kl. 18.40.
Fundargerð ritaði Þorvaldur H. Gunnarsson.