Forvarnir

Forvarnateymi starfar við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í teyminu sitja verkefnastjóri verkefnisins "Skólinn í okkar höndum", Ragnheiður Eiríksdóttir og félagslífs- og forvarnafulltrúi, María Ben Ólafsdóttir.

Teymið er í forsvari fyrir stefnumörkun og framkvæmd forvarna, kynnir starfsmönnum skólans stefnu hans í forvörnum og skipuleggur fræðslu og viðburði fyrir nemendur og starfsfólk.

Forvarnafulltrúi er María Ben Ólafsdóttir. Fulltrúinn hefur umsjón með aðgerðaáætlun forvarnastefnu, sér til þess að verklagi hennar sé fylgt og að unnið sé markvisst að þeim markmiðum sem í henni koma fram. Fulltrúinn er tengiliður allra þeirra málsaðila sem koma að forvarnastarfi: skólastjórnenda, nemenda, foreldra, starfsfólks skóla, lögreglu, sveitarfélaga, heilbrigðisstarfsólks og fleiri. 


Viðtalstími forvarnafulltrúa:

Á fimmtudögum 12:50 til 13:45 frá
Svo má hafa samband á netfangið maria.ben@fsu.is 
hvenær sem er.

 

 
 

 

 

Forvarnafulltrúi FSu situr í forvarnahópi Árborgar.Hér má nálgast nýjasta fréttabréfið hópsíns:  http://www.arborg.is/wp-content/uploads/2013/03/Netrfettabr.forvarnarh.feb_.2013.pdf