UPPE2UM05
| Titill | Uppvöxtur |
| Námsgrein | Uppeldisfræði |
| Viðfangsefni | Fjallað um sögu uppeldis og menntunar, nútíma þroskakenningar, barnamenningu og helstu áhrifavaldi í lífi barna og unglinga. |
| Skammstöfun | UPPE2UM05 |
| Þrep | 2 |
| Einingafjöldi | 5 |
| Lýsing |
Í áfanganum er fjallað um uppeldis- og menntunarfræði sem fræðigrein, rætur hennar, sögu og hagnýtingu. Lögð er áhersla á að efla skilning á mikilvægi uppeldis og menntunar og að nemendur öðlist hæfni til að takast á við störf er tengjast uppeldi og menntun. Margs konar verkefni eru unnin í áfanganum og áhersla er lögð á að nemandinn þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum og virkri samvinnu við aðra í verkefnavinnu. Einnig er lögð áhersla á að nemendur fái þjálfun í fjölbreytilegri gagnaöflun og í að kynna niðurstöður sínar skriflega og munnlega. |
| Forkröfur |
|
| Þekkingarviðmið |
|
| Leikniviðmið | Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
|
| Hæfniviðmið | Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
|
| Námsmat | Námsmat byggist á símati. Til grundvallar matinu liggja fjögur kaflapróf og fjögur skilaverkefni, en þau eru eftirfarandi: greinargerð um sérvaldan aðila innan uppeldissögunnar, skýrsla um heimsókn í leikskóla og grunnskóla, verkefni um barnamenningu og eitt heimildaverkefni. |







