TÓNL1SA05

Titill

Tónsmiðja

Námsgrein Tónlist
Viðfangsefni Samspil/Hljómsveitir
Skammstöfun TÓNL1SA05
Þrep 1
Einingafjöldi 5
Lýsing

Samspil og samsetning hljómsveita. Nemendur setja saman hljómsveitir undir leiðsögn kennara og hljóta þjálfun í samspili við aðra hljóðfæraleikara. Námið er í raun þríþætt:
-Samspil með kennara
-Samspil án kennara
-Tónfræði/tónheyrn
Önninni er skipt upp í níu lotur þar sem allir hóparnir þrír vinna með þrjú ólík lög í hverri lotu.
Kennslugögn: Real Rock Book  I  ( verður til á bókasafni) Þó er mælt með að nemendur kaupi bókina ( fæst hjá Tónastöðinni í Reykjavík)
Earmaster ( forrit til að þjálfa tónheyrn og nótnalestur)

Forkröfur Gerð er krafa um lágmarkskunnáttu á hljóðfæri
Þekkingarviðmið

-Að nemandi þjálfist í að leika þá tónlist er kennari leggur fram.
-Að nemendur þjálfist í samspili við aðra hljóðfæraleikara og fái innsýn í hlutverk hvers hljóðfæris fyrir sig.
-Að nemendur styrkist í samvinnu og geti unnið á faglegan hátt með ólíka tegund tónlistar.
-Að nemendur eflist í tónfræði og tónheyrn og það skili sér í betri hljóðfæraleik

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í :
-Nánu samstarfi við aðra nemendur og kennara
- Aukinni leikni og getu á valið hljóðfæri
-Tónfræði og tónheyrn

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
-Til að leika í hljómsveit og stunda tónlistarflutning af ýmsu tagi
-Búa til sín eigin lög
-Stofna hljómsveit

Námsmat

Lokaeinkunn byggist á eftirfarandi mati:
-Lokapróf í tónfræði 30%
-Lokapróf í samspili 30%
Verkefni tónfræðiforriti  40%
Auk þess ber að skila skriflegri skýrslu eftir hvern samspilstíma án kennara í hólf hans á skrifstofu eða daginn eftir  í síðasta lagi.