TÖLV3FC05

 

Titill

Hlutbundin forritun

Námsgrein

Tölvunarfræði

Viðfangsefni

Hlutbundin forritun

Skammstöfun

TÖLV3FC05

Staða

 

Þrep

1

Einingafjöldi

5

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

Lýsing

Framhaldsáfangi í forritun. Nemendur fá framhaldsþjálfun í forritun í hlutbundna forritunarmálinu C#. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð við lausnir krefjandi forritunarverkefna.  Farið er í valin forritunarverkefni úr sögu dulritunar frá dulritun forn-Grikkja til dulrita fyrri heimsstyrjaldar.  Kennt verður í dreifnámi/fjarnámi á netinu nema nægur fjöldi fáist til að hægt sé að kenna í staðnámi.

 

Forkröfur

TÖLV2FB05

Þekkingarviðmið

Nemandi skal  hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: Forn-grísku dulritunaraðferðunum Scytale og Polybius, stafskiptidulritun  Sesars, Alberti dulritunardiski endurreisnartímans, Girðingardulritun (Rail Fence Cipher), Vigenere dulritun, 20. aldar aðferðunum Übchi og Fleissner rist, og að lokum Jefferson-Baziere aðferðinni.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í forritun ofantalinna dulritunaraðferða.

·      

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

·         Leysa einföld dulritunarverkefni með forritun.

·         Bera kennsl á vandamál sem hægt er að leysa með dulritun.

·         Styrkja eigin hæfni í dulritunarforritun með því að nýta upplýsingar á netinu.

·         Leysa sjálfstætt krefjandi forritunarverkefni.

·         Haldið áfram forritunarnámi sínu og tekist á við forritunarverkefni á háskólastigi.

Fyrirkomulag námsmats

Verkefnaeinkunn gildir 60% af lokaeinkunn. Stöðupróf gilda 10% af lokaeinkunn.  Skriflegt lokapróf gildir 30% af lokaeinkunn.

Um skriflega lokaprófið

Átta spurningar úr lesefninu gilda 20% af prófseinkunn.

Villuleit forrits gildir 20% af prófseinkunn.

Skriflegt úttak forritsbúta gildir 20% af prófseinkunn.

Skriflegt forrit 1 gildir 20% af prófseinkunn.

Skriflegt forrit 2 gildir 20% af prófseinkunn.

Kennslubækur á pappírsformi verða leyfðar í prófinu.

 

Um lokaeinkunn og próftöku

Einkunn fyrir verkefni og stöðupróf reiknast þá aðeins inn í lokaeinkunn ef nemandi nær 45% af lokaprófi. Falli nemandi á lokaprófi getur verkefna- og stöðuprófaeinkunn aðeins hækkað lokaeinkunn í 4.


Verkefnum og keyrsluúttökum ber að skila á þar til gerða tengla í kennslukerfinu og þeim á að skila ekki síðar en á lokaprófsdag. Þetta gildir líka um þá sem fá prófdegi seinkað vegna sjúkra- eða endurtektarprófs.  

Heimilt er að mæta í lokaprófið þó ekki sé búið að skila öllum verkefnum eða stöðuprófum.

Útgáfunúmer

20170223

Skólar

FSu/MH

Fyrirmynd

TÖL303