TÖLV2FA05
| Titill | Inngangur að forritun |
| Námsgrein | Tölvunarfræði |
| Viðfangsefni | Inngangur að forritun |
| Skammstöfun | TÖLV2FA05 |
| Staða | |
| Þrep | 1 |
| Einingafjöldi | 5 |
| Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla | |
| Lýsing |
Í áfanganum fá nemendur undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundna forritunarmálinu C#. Byggð er upp grunnþekking, leikni og færni í forritun til að standa undir forkröfum framhaldsáfanga í forritun. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og aðferðir við lausn verkefna sem byggja á því að einangra vandamál. Áfanginn getur hentað nemendum á öllum brautum. Kennt verður í Moodle kennslukerfinu. Ef nægur fjöldi fæst ekki fyrir staðnám verður kennt í dreifnámi/fjarnámi. |
| Forkröfur | C eða hærra í stærðfræði og ensku á grunnskólaprófi. Nemandi þarf að hafa reynslu af tölvunotkun, t.d. af notkun vefskoðara, tölvupósti, ritvinnslu eða töflureikni. |
| Þekkingarviðmið |
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: · Grunnhugtökum forritunar. · Málfræðireglum forritunarmáls. · Byggingareiningum forritunarmáls. · Forritunarvinnu í textabundnum notendaskilum. |
| Leikniviðmið |
Nemandi skal hafa öðlast leikni í: · Sjálfstæðum vinnubrögðum við forritun. · Þýðingu og keyrslu forrita í textabundnum notendaskilum. · Skipulegri og mótaðri uppsetningu forrita með athugasemdum og skýringum. · Að nýta skilaboð frá vistþýðanda til að finna málfræðivillur og stafsetningarvillur í forritum og lagfæra þær. · Að einangra villur í forritum með því að breyta forritslínum í athugasemdir. |
| Hæfniviðmið |
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: · Vinna sjálfstætt úr fyrirmælum um lausnir verkefna. · Bera kennsl á vandamál sem hægt er að leysa með forritun. · Styrkja eigin hæfni í forritun með því að nýta upplýsingar í kennslubókum og á netinu. · Haldið áfram forritunarnámi sínu og tekist á við þyngri verkefni í framhaldsáfanga. |
| Námsmat | Verkefnaeinkunn gildir 15% af lokaeinkunn. Stöðupróf gilda 5% af lokaeinkunn. Skriflegt lokapróf gildir 80% af lokaeinkunn. |
| Útgáfunúmer | 20160113 |
| Skólar | |
| Fyrirmynd | TÖL103 |







