TÖLV1AS05

Áfangalýsing

Titill

Leikjaforritun

Námsgrein

Tölvunarfræði

Viðfangsefni

Grunnáfangi í forritun

Skammstöfun

TÖLV1AS05

Staða

 

Þrep

1

Einingafjöldi

3

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

Lýsing

Í námskeiðinu verða grunnatriði forritunar kennd og þeim beitt á ýmis verkefni. Áhersla er á

verkefnavinnu frekar en fræðilega nálgun. Í fyrri hluta námskeiðs er unnið í Scratch

(www.scratch.mit.edu) sem er auðvelt umhverfi sem hannað er fyrir byrjendur að búa til einfalda leiki í. Í síðari hluta

námskeiðsins verður farið yfir grunnatriði forritunar í javascript með aðstoð síðunnar

codeacademy og samhliða unnið í umhverfinu processing (www.processing.org) sem byggir

á java forritunarmálinu.

Forkröfur/Undanfari

Engar.  Áfanginn er valáfangi fyrir alla nemendur skólans.  Gott getur verið að taka þetta námskeið til undirbúnings eða samhliða TÖLV2FA05

Þekkingarviðmið

Nemandi skal  hafa aflað sér þekkingar og skilnings á notkunarmöguleikum ýmissa forritunaráhalda s.s. , scratch, codecademy og processing.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

Forrita í Scratch.

Forrita í Codecademy.

Vinna í Processing umhverfinu.


    

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Sýna sjálfstæði og frumkvæði í forritun í Scratch, Codecademy og Processing.

Bera ábyrgð á eigin námsframvindu.

Fyrirkomulag námsmats

Áfanginn er próflaus. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram.

Útgáfunúmer

20170228

Skólar

FSu

Fyrirmynd

TÖLV1AS05 í MH