STÆR1AJ05

Titill

Algebra og jöfnur

Námsgrein Stærðfræði
Viðfangsefni Algebra og jöfnur (undirbúningur)
Skammstöfun STÆR1AJ05
Staða  
Þrep 1
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Unnið er með algebru, jöfnur, forgangsröðun aðgerða, talnameðferð, brotareikning, jöfnur og jöfnuhneppi, prósentur og vaxtaútreikning.
Forkröfur Einkunnin C+/C í grunnskóla
Þekkingarviðmið

Nemandinn skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: 

  • forgangsröðun aðgerða, notkun sviga og jafnaðarmerkis
  • talnareikningi og deilanleika með lágum tölum
  • fyrsta stigs jöfnum með einum og tveimur óþekktum stærðum, brotum, hlutfalla- og vaxtareikningi
  • notkun tákna sem staðgengla stærða
Leikniviðmið

Nemandinn geti notað í einföldu samhengi:

  • forgangsröðun aðgerða, notkun sviga og jafnaðarmerkis
  • talnareikning og deilanleika með lágum tölum
  • fyrsta stigs jöfnur með einum og tveimur óþekktum stærðum, brot,  hlutfalla- og vaxtareikning
  • notkun tákna sem staðgengla stærða.
Hæfniviðmið Nemandinn skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér, og til dæmis:
  • skráð lausnir sínar skipulega, skipst á skoðunum um þær við aðra og útskýrt hugmyndir sínar og verk í mæltu máli
  • unnið með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
  • beitt skipulegum aðferðum við lausnir þrauta úr kunnuglegu samhengi og útskýrt þær jafnt í rituðu máli sem töluðu.
Námsmat Námsmat byggist á lotuprófum, verkefnum og lokaprófi.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd