SPÆN1AA05

Titill

Grunnáfangi A

Námsgrein Spænska
Viðfangsefni Byrjunaráfangi í spænsku
Skammstöfun SPÆN1AA05
Staða  
Þrep 1
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Þar sem þetta er byrjunaráfangi, er megináhersla lögð á að nemendur

tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Strax frá upphafi eru nemendur þjálfaðir í lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, hlustun og ritun.

Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa

grunnatriði málfræðinnar. Fléttað er inn í kennsluna menningu spænskumælandi landa. Til að þjálfa ofantalin atriði geta meðal annars eftirfarandi efnisþættir legið til grundvallar í kennslu:

Kynning á sjálfum sér og öðrum, að kveðja og heilsa, fjölskylda og

fjölskyldutengsl, aldur, búseta, starf, þjóðerni, lönd og tungumál, klukkan og tímasetningar, tölur og dagar, daglegar athafnir og hús og híbýli.

Áhersla verður lögð á að nemendur tjái sig sem mest á spænsku í töluðu og rituðu máli, og einnig verður lögð áhersla á fjölbreytta og skapandi verkefnavinnu þar sem tekið er tillit til áhuga nemenda eins mikið og unnt er. Unnið verður með fjölbreytt efni, meðal annars tónlist, myndbönd, leiki og ýmislegt efni af Netinu sem hjálpar við að komast nær spænskumælandi menningarheimi og eflir menningarlæsi nemenda. Áhersla er lögð á að nemendur beri ábyrgð á sínu eigin námi og sýni sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skapandi hugsun.

Forkröfur Engar forkröfur
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
  • mannlífi, menningu og siðum í löndum, þar sem tungumálið er talað sem móðurmál/fyrsta mál, og þekkja samskiptavenjur
  • grundvallarþáttum málkerfisins
  • formgerð og byggingu texta og mismuninum á töluðu og rituðu máli
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og áheyrilega
  • lesa ýmiss konar texta á eigin áhugasviði eða texta um kunnugleg efni og beita viðeigandi aðferðum eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
  • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita kurteisisvenjum, málvenjum og hljómfalli við hæfi
  • beita orðaforða á skýran hátt hvað varðar málvenjur, framburð, áherslur og hljómfall
  • skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og nota viðeigandi málfar
  • fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál
  • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér í áfanganum til að:
  • greina einfaldar upplýsingar þegar talað er hægt og skýrt
  • velja rétt samskiptaform miðað við aðstæður hverju sinni
  • vinna úr textum á mismunandi hátt eftir því hver tilgangurinn er með lestri hverju sinni
  • átta sig á innihaldi stuttra blaðagreina og texta
  • skipuleggja nám sitt og námsaðferðir
  • meta vinnulag og framfarir í áfanganum
  • vera meðvitaður um hvaða leiðir nýtast best til að tileinka sér spænska tungu
Námsmat Fjölbreytilegt námsmat er í öllum fjórum færniþáttum tungumálsins, þ.e. tali, ritun, hlustun og lestri.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd Áfanginn er á stigi A1 skv. evrópska tungumálrammanum.