SÁLF1SD05

 

Sálfræði daglegs lífs                                                SÁLF1SD05

Undanfari

Enginn

Lokamarkmið áfanga

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • því hvernig hugsanir hafa áhrif á líðan og hegðun
  • nokkrum aðferðum sálfræðinnar til að efla sjálfsmynd og bæta einbeitingu
  • mismunandi leiðum til samskipta s.s. til að leysa ágreining; gagnrýna á uppbyggilegan hátt og taka við gagnrýni
 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina mismunandi hugsanir og tilfinningar
  • bera saman mismunandi leiðir til að hafa áhrif á eigin líðan
  • meta áhrif samskipta á aðstæður og líðan
 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • hafa áhrif á eigin líðan með sálfræðilegum aðferðum
  • leggja einfalt mat á eigin líðan út frá sálfræðilegum leiðum
  • beita einföldum leiðum til að bæta eigin sjálfsmynd, einbeitingu og almenna líðan

Námslýsing

Í áfanganum læra nemendur sálfræðilegar aðferðir til að hafa áhrif á eigin líðan og andlegan styrk. Fjallað verður um hvernig líðan tengist hugsunum og hvernig hafa má áhrif á hugsanir sínar og þá um leið líðan. Auk þess læra nemendur leiðir til sjálfsstyrkingar, að efla einbeitingu, takast á við streitu, vinna gegn kvíða og höndla depurð. Einnig verður komið inn á samskipti og samskiptahæfni. Áfanginn er símatsáfangi og áhersla lögð á mætingu í tíma þar sem stór hluti af vinnunni fer fram í minni hópum.

 

Námsmat: Símat í nokkrum hlutum