MYND3TK05

Titill

Teikning 2

Námsgrein

Myndlist

Viðfangsefni

Teikning (blýantur, fríhendisteikningar, skyggingar, súrrealísk myndbygging, fjarvídd, hlutföll mannslíkamans, blindteikning)

Skammstöfun

MYND3TK05

Staða

 

Þrep

3

Einingafjöldi

5

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

Lýsing

Í áfanganum rifja nemendur upp skyggingaraðferðir og form- og  línuteikningar úr MYND2TK05. Farið er dýpra í fjarvídd, þjálfun formskilnings og rúðustækkun. Kynntar og þjálfaðar blindteikningar mannamynda svo og hlutföll í mannslíkamanum. Gerður samanburður á myndbyggingu út frá raunsæi og súrrealisma og lögð áhersla á fríhendisteikningu og skissugerð.

Forkröfur

MYND2TK05

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • skygging náttúruforma
  • áhrifum skugga og ljóss á raunsæjan og súrrealískan hátt
  • margbrotnum  þríviðum formum
  • notkun fjarvíddarpunkta í myndbyggingu við skissugerð.
  • blindteikningu og hlutfallateikningu mannslíkamans

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í :

  • fríhendis skissugerð
  • teikningu margbrotinna þrívíðra forma og skyggingu þeirra.
  • myndbyggingu bæði á raunsæjan og súrrealískan hátt.
  • vinna með fjarvídd og náttúruform í fríhendisteikningu
  • að mæla út hlutföll mannslíkamans og nýta í sinni teikningu.
  • blindteikningu mannslíkamans
  • að teikna með rúðustækkun flókna hluti með grunnformin í huga.

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • teikna myndir úr sínu nánasta umhverfi með hjálp þrívíddar - og fjarvíddartækni og formskynjun
  • ná fram fjölbreytilegri skyggingu í sínum myndum
  • byggja upp myndir úr margbrotnum þrívíðum formum
  • teikna upp raunsæja sem og súrrealíska mynd af hlutum og umhverfi sínu.
  • teikna fólk með blindteikningu og líka í réttum hlutföllum

Námsmat

Áfanginn er símatsáfangi þar sem hvert viðfangsefni fær sinn ákveðna tíma. Ekkert lokapróf.

Útgáfunúmer

 

Skólar

 

Fyrirmynd