MYND2VL05

Titill Veggjalist
Námsgrein Myndlist
Viðfangsefni

Veggskreytingar (graffíti) á opinberum stöðum í samvinnu og með leyfi hlutaðeigenda.

Skammstöfun MYND2VL05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum munu nemendur fá að skreyta vegg (að hluta til eða heilan) út frá fyrirfram gefnu þema. Verkefnið krefst góðs undirbúningins í formi hugmyndavinnu og skissugerðar og seinna að nýta sér leikni sína í hlutföllum og rúðustækkunum. Málað verður á vegginn og eitthvað spreyjað. Nemendur verða að gera sér grein fyrir að um heilmikla útivinnu er að ræða og ð haga þarf seglum eftir vindum og veðri og því gæti þurft að mæta á óhefðbundnum tímum til útivinnu.

Forkröfur  
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
  • muninum á veggjakroti og veggjalist.
  • mikilvægi á góðri undirbúningsvinnu.
  • mikilvægi þess að fá samþykki frá viðeigandi aðila fyrir verkum sem þessum.
  • mikilvægi listar í umhverfinu.
  • að svona verk eru komin til að vera fyrir allra augum.
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í :

  • umræðu varðandi þema og komast að sameiginlegri niðurstöðu í uppsetningu verksins
  • undibúningsvinnubrögðum fyrir verk af þessari stærðargræða með skissu- og hugmyndavinnu.
  • mikilvægi þess að skissan sé vel svo eftirleikurinn verði léttari.
  • að búa til skapalón sem og  nýta sér rúðustækkun vegna hlutfalla.
  • að mála og spreyja endanlegt verk á viðkomandi vegg í viðunandi útliti sem allir geta sætt sig við.
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera sér grein fyrir því að það krefst vinnu og samtalsferlis að útvega sér vegg að vinna á.
  • vinna veggjalist allt frá hugmyndavinnu að endanlegu verki.
Námsmat Áfanginn er símatsáfangi þar sem hvert viðfangsefni fær sinn ákveðna tíma. Ekkert lokapróf.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd