MYND2LF05

Titill

Litir og form

Námsgrein

Myndlist

Viðfangsefni

Litafræði, form og myndbygging

Skammstöfun

MYND2LF05

Staða

 

Þrep

2

Einingafjöldi

5

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

Lýsing

 

Í áfanganum vinna nemendur verkefni í litafræði, litahring, blöndun út í svart og hvítt, grátónaskala og blöndun andstæðra lita út í jarðliti. Æfa myndbyggingu með uppsetningu þessara verkefna og halda síðan áfram með tvívíða, abstrakt myndbyggingu út frá litafræðinni. Gera æfingar til að ná fram þrívídd með litablöndun og fjarvídd með landslags myndbyggingu á raunsæjan hátt. Nemendur nýta sér síðan áðurgreind verkefni til að vinna mynd þar sem allir þættir myndbyggingar og  litasamsetning  koma saman í heildstætt verk eða seríu verka. Nemendum er kynntur munurinn á litakerfunum þremur (cmyk, rgb og listmálun). Öll verkefni eru máluð með þekjulitum og í litafræðinni er afgangur litaprufa unnin í klippimynd.

 

Forkröfur

 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • litafræði myndlistar svo sem frumlitum, samsettum litum, andstæðum litum, jarðlitum, köldum og heitum litum
  • áhrifum þeirra eftir því með hvaða litum þeir standa
  • að stefna línu og uppbygging og röðun forma sem og tegund forma skapa ákveðna tilfinningu í myndverkum s.s. jafnvægi, ró, óróa, stöðugleika eða festu
  • myndbyggingu með tvívíðum formum svo sem með reglubundnu munstri eða abstrakt óreiðu
  • raunsæi í fjarvíddarlandslagi og þrívíddarlitablöndun
  • hvernig hann getur nýtt sér framangreint til eigin myndsköpunar

Leikniviðmið

Nemandi skal höfða öðlast leikni í :

  • blanda 12  litahringinn.
  • blanda liti út frá frumlitum og samsettum litum í jarðliti með svörtum og andstæðulit og pastelliti með hvítum
  • blanda liti í kalda liti og heita liti og nota grátónakalann.
  • geta unnið ólíkar myndir, bæði abstrakt og raunsætt, út frá fyrirfram gefnum litum blöndun þeirra og myndbyggingu sem gefa til kynna ákveðin hugtök og kalla fram ákveðnar tilfinningar

 

 

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • ná fram hvaða lit sem þarf með aðeins frumlitina og svartan og hvítan að vopni.
  • geta unnið hvort heldur raunsætt eða abstrakt.
  • ná fram ákveðinni  tillfinningu í myndverki með því að beita línum, formum og litum á meðvitaðan hátt.

Námsmat

Áfanginn er símatsáfangi þar sem hvert viðfangsefni fær sinn ákveðna tíma. Ekkert lokapróf.

Útgáfunúmer

 

Skólar

 

Fyrirmynd