MYND2GM05

Titill

Grafísk miðlun: Adobe forritin Illustrator, InDesign og Photoshop

Námsgrein

Myndlist

Viðfangsefni

 

Skammstöfun

MYND2GM05

Staða

 

Þrep

2

Einingafjöldi

5

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

Lýsing

Í áfanganum kynnast nemendur grafískri miðlun og framsetningu efnis fyrir prent-, net- og skjámiðla. Áhersla er m.a. á prentsmíð, leturfræði og grafíska hönnun, umbrot, textameðferð, stafræna uppbyggingu mynda og litstýringu. Nemandinn vinnur með þrjú helstu teikni-, myndvinnslu- og umbrotsforrit í grafíska geiranum.

Forkröfur

 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • helstu forritum sem notuð er í dag í grafíska geiranum
  • stafrænni uppbyggingu mynda
  • litstýringu
  • vectorteikningu
  • textameðferð og setningu
  • leturgerðum og stílbrigðum
  • myndbyggingu og táknfræði síðuhönnunar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í :

  • grunnnotkun Photoshop, Illustrator og InDesign
  • myndvinnslu s.s. setja saman myndir og lagfæra og litastilla myndir
  • að hreinteikna einfalda grafík í vector
  • að setja upp einfalt umbrot út frá samspili texta og mynda
  • að vinna efni í ólíka miðla

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skila inn og taka á móti fjölmiðlaefni í stafrænu formi, bæði myndum og texta
  • myndvinna í Photoshop
  • vectorteikna í Illustrator
  • brjóta um í InDesign

Námsmat

Áfanginn er símatsáfangi þar sem hvert viðfangsefni fær sinn ákveðna tíma og er metið jafnóðum. Ekkert lokapróf er heldur lokaverkefni . Klára þarf öll fyrirsett verkefni í hverju forriti til þess að fara í lokaverkefni. Skila verður lokaverkefni til þess að eiga möguleika á að ná áfanganum.

Útgáfunúmer

 

Skólar

 

Fyrirmynd