MYND2GH05

Titill Grafísk hönnun I
Námsgrein Myndlist
Viðfangsefni Grafísk hönnun grunnur; logo, letur, umbrot, bæklingar, veggspjöld o.fl.
Skammstöfun MYND2GH05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Í áfanganum kynnast nemendur grunninum í grafískri hönnun. Farið verður í leturfræði,  vörumerkjahönnun og skissu- og hugmyndavinnu sem og helstu forsendur við hönnun á veggspjöldum, auglýsingum og bæklingum.
Forkröfur  
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
  • helstu leturflokkum.
  • á hugmyndafræði vörumerkjahönnunar.
  • mikilvægi skissu- og hugmyndavinnu.
  • helstu forsendum við uppbyggingu og útfærslu á veggspjöldum, auglýsingum og bæklingum
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í :

  • leturnotkun, bæði handunninni og tölvugerðri.
  • þróa einfalt vörumerki.
  • skissu- og hugmyndavinnu í hópi.
  • að setja upp einfalt veggspjald eða auglýsingu sem og bækling bæði í höndum og tölvu.
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • velja sér letur sem hæfir hverju verkefni (stærð, læsileiki, lögun)
  • vinna einfalt vörumerki til loka.
  • koma hugmyndum sínum myndrænt á blað í formi skissa.
  • ræða og rökstyðja hugmyndir sínar (selja þær!)
  • setja upp einfaldan bækling, veggspjöld og auglýsingar bæði handunnið og tölvuunnið.
Námsmat Áfanginn er símatsáfangi þar sem hvert viðfangsefni fær sinn ákveðna tíma. Ekkert lokapróf.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd