LÍFF3ÖR05

Titill Örverufræði
Námsgrein Líffræði
Viðfangsefni Örverufræði
Skammstöfun LÍFF3ÖR05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Markmið áfangans er að nemendur kynnist viðfangsefnum örveru- og veirufræðinnar (bakteríur, einfruma sveppir, frumdýr og veirur). Skoðuð er staða greinanna innan náttúrufræðinnar. Farið er yfir flokkun örvera og byggingu og starfsemi nokkurra örvera úr helstu flokkunum. Nemendur kynnast helstu ræktunar- og greiningaraðferðum sem beitt er við örverufræði rannsóknir. Mikilvægi örvera í náttúrunni er kynnt svo og notagildi í iðnaði. Fjallað er um skaðsemi örvera s.s. skemmdir á matvælum og ýmsum efnum svo og sjúkdóma sem þær valda. Nemendum eru kynntar helstu varnir gegn skaðsemi örvera  s.s. sótthreinsanir, dauðhreinsanir, sýklalyf og mótefni. Verklegar æfingar og vettvangsferðir eru þáttur í náminu.


Forkröfur Lífeðlisfræði / LÍFF2LN05
Þekkingarviðmið Að veita nemendum innsýn í heim örverufræðinnar.
Að nemendur kynnist nýtingu örvera og rannsóknum á þeim.
Að hvetja nemendur til sjálfstæðrar þekkingaröflunar.
Leikniviðmið
  • beita grunnhugtökum örverufræðinnar á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
  • þekkja helstu örverutengda sjúkdóma og viðbrögð við þeim
  • tjá sig um örverufræðileg málefni á skýran og ábyrgan hátt
Hæfniviðmið
  • leggja mat á upplýsingar sem tengjast örverufræðilegum viðfangsefnum á gagnrýninn hátt
  • taka þátt í umræðum um örverufræðileg málefni daglegs lífs á ábyrgan og sjálfstæðan hátt
  • taka rökstudda afstöðu í álitamálum er varða örverur og notkun á þeim í líftækni.
  • afla sér frekari þekkingar á örverufræðilegum viðfangsefnum
 
Námsmat Símat/leiðsagnarmat þar sem byggt er á fjölbreyttu námsmati: verkefnavinna, jafningjamat, ferlisvinna, smærri próf og kannanir
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd