LÍFF3VI05

Titill

Vistfræði

Námsgrein Líffræði
Viðfangsefni Vistfræði
Skammstöfun LÍFF3VI05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Áfanginn á að veita nemendum greinargóða yfirsýn yfir vistfræðina sem fræðigrein, aðferðafræði hennar og viðfangsefni. Lögð er áhersla á sérstöðu Íslands, helstu gerðir vistkerfa sem hér finnast í sjó jafnt sem á landi og vistfræðilegar rannsóknir hér á landi. Gert er ráð fyrir fjölbreyttri verkefnavinnu nemenda í áfanganum sem m.a. krefst vettvangsferða, heimsókna, upplýsingaöflunar og framsetningar ýmissa smærri og stærri verkefna.

Í áfanganum er fjallað um uppbyggingu, orkuflæði og efnahringrásir vistkerfa og teknar fyrir kenningar sem lúta að stöðugleika eða kviku jafnvægi vistkerfa. Fjallað er um líffræðilegan fjölbreytileika og breytingar á tegundasamsetningu líffélaga, bæði af náttúrulegum orsökum og af völdum manna.

Stofnhugtakið er tekið fyrir og skoðaðar helstu mælingaaðferðir og rannsóknir á stofnum. Fjallað er um sjálfbæra nýtingu lífrænna auðlinda og helstu nytjastofna hér við land. Rætt er um aðlögun og hæfni lífvera og áhrif vistfræðilegra þátta á þróun þeirra og atferli.

Forkröfur Almenn líffræði /LÍFF2LN05
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • sögu vistfræðinnar og tengslum við aðrar greinar
  • helstu hugtökum vistfræðinnar
  • aðferðafræði vistfræðirannsókna
  • uppbyggingu og mótun vistkerfa
  • sérstöðu Íslands
  • helstu hugtökum stofnvistfræði
  • sjálfbærri nýtingu lífrænna auðlinda
  • líffræðilegum fjölbreytileika
  • helstu rökum fyrir náttúruvernd
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa vistfræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
  • beita hugtökum vistfræðinnar í rökrænu samhengi
  • fjalla um álitamál sem varða íslenska náttúru í víðum skilningi
  • beita einföldum vistfræðilegum aðferðum í verklegum æfingum og vinna skýrslur úr þeim
  • þekkja einkenni og áhrifaþætti ólíkra vistkerfa
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

geta tekið ábyrga og rökstudda afstöðu til vistfræðilegra dægurmála

tengja undirstöðuþekkingu í vistfræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar

fjalla um vistfræði á gagnrýninn hátt og velta fyrir sér ólíkum sjónarmiðum og lausnum

afla sér frekari upplýsinga og þekkingar á vistfræðilegum viðfangsefnum

taka ábyrgð á áhrifum eigin lífs á umhverfið m.t.t. vistfræði og sjálfbærrar nýtingar

Námsmat Símat byggt á reglulegu stöðumati og verkefnum
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd