LÍFF2EL05
Titill |
Eiginleikar lífvera |
| Námsgrein | Líffræði |
| Viðfangsefni | Almenn líffræði, eiginleikar lífvera. |
| Skammstöfun | LÍFF2EL05 |
| Staða | |
| Þrep | 2 |
| Einingafjöldi | 5 |
| Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla | |
| Lýsing | Kynning á einkennum líffræði sem vísindagreinar og tengslum við aðrar greinar. Hugmyndir um uppruna og þróun lífs á jörðu. Lífræn byggingarefni og efnaskipti lífvera. Bygging og starfsemi frumunnar. Æxlun og grunnatriði í fósturþroskun. Sameinkenni lífvera. Flokkun lífheimsins, ríki, helstu fylkingar og flokkar lífvera með áherslu á plöntur og dýr. |
| Forkröfur | |
| Þekkingarviðmið | Nemandi hafi þekkingu á grundvallarhugtökum, sérkennum og aðferðafræði líffræðinnar, eiginleikum og hlutverki helstu efna líkamans, lífrænum og ólífrænum. Byggingu og starfsemi frumna, líffæra og líffærakerfa með áherslu á eigin líkama grunnstarfsemi lífvera og efnahvörfum þeirra, t.d. ljóstillífun og frumuöndun. Helstu kenningum og grunnhugtökum um þróun. Helstu einkennum mismunandi lífvera og flokkun þeirra í t.d. ríki og fylkingar verklagi í verklegum líffræðilegum athugunum. Öðlist þekkingu til undirbúnings frekari náms í greininni. |
| Leikniviðmið |
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að beita grunnhugtökum líffræðinnar á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi. Hann geti tjáð sig um líffræðileg málefni á skýran og ábyrgan hátt og geti lesið einfaldar líffræðilegar upplýsingar úr máli og myndum frá mismunandi miðlum skoða og greina lífverur í náttúrunni. |
| Hæfniviðmið | Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að leggja mat á upplýsingar sem tengjast líffræðilegum viðfangsefnum á gagnrýninn hátt. Hann geti tekið þátt í umræðum um líffræðileg málefni daglegs lífs á ábyrgan og sjálfstæðan hátt og geit tekið ábyrga afstöðu um eigin velferð með tilliti til einfaldra líffræðilegra þátta. Hann geti komið þekkingu sinni á framfæri á skapandi hátt og unnið verklegar líffræði æfingar. |
| Námsmat | Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá. |
| Útgáfunúmer | |
| Skólar | |
| Fyrirmynd | Áfangalýsingar hjá Menntaskólanum á Egilsstöðum. |







