LHÚH3US07

Titill

Lokaverkefni í húsasmíði

Námsgrein

Húsasmíðabraut

Viðfangsefni

Unidribúningur – sveinspróf

Skammstöfun

LHÚH3US07

Staða

 

Þrep

3

Einingafjöldi

7

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

Lýsing

Í áfanganum gefst nemendum færi á að undirbúa sig markvist undir sveinspróf.  Nemendur vinna verkefni sem felur í sér samþættingu þekkingar og færni sem aflað hefur verið í skóla og á vinnustað á námstímanum.  Farið er í upprifjun bóklegra og verklegra þátta úr fyrri áföngum eftir því sem þurfa þykir.  Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í skipulagningu og áætlanagerð, framkvæmdaferli, gæðamati, skráningu og rökstuðningi á verkum og verkþáttum. Reynt er að líkja eftir aðstæðum í atvinnulífinu og því hafa nemendur aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum, efni, áhöldum og tækjum sem skólinn býður uppá meðan á kennslunni stendur.

Forkröfur

 

Þekkingarviðmið

Þekkingarviðmið áfangans er að nemendur hafi aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
  • Byggingarferli frá hugmynd til lokaúttektar
  • Skipulagningu verkefna
  • Öflun upplýsinga
  • Grundvallaratriði laga og reglugerða um skipulags- og byggingamál
  • Öryggismálum á vinnustað
  • Gerð verkáætlana
  • Að vinna í samræmi við áætlanir um tíma og kostnað
  • Að fylgja fyrirliggjandi verkáætlun og hönnunargögnum
  • Vali á vinnuaðferðum við mismunandi  verkefni
  • Vali á hráefni til að vinna með
  • Vali á áhöldum og tækjum
  • Að meta vekráætlun og hönnunargögn verksins

Leikniviðmið

Leikniviðmið áfangans er að nemendur hafi öðlast leikni í að:
  • Vinna í samræmi við lög og reglugerðir
  • Vinna eftir séruppdráttum og deilum
  • Vinna sjálfstætt
  • Vnna í samræmi við fyrirliggjandi verkáætlanir
  • Vinna í samræmi við áætlanir um öryggisreglur og öryggisbúnað
  • Nýta sér hjálpartæki við upplýsingaöflun
  • Nýta sér vefsíðu Mannvirkjastofnunar
  • Nýta sér vefsíðu Vinnueftirlitsins
  • Nýta sér vefsíður byrgja
  • Sýna sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Vera meðvitaður um vandað handverk

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt sér þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Undirbúa á eigin spýtur verkefni sem honum er fengið
  • Vinna verkáætlanir
  • Vinna efnis- og tímaáætlanir
  • Vinna í samræmi við öryggisreglur
  • Vinna með og nota hlífðarbúnað við byggingarframkvæmdir
  • Velja heppileg áhöld og tæki fyrir einstök verkefni
  • Framkvæma verkefni sjálfstætt í samræmi við áætlanir
  • Fylgja fyrirliggjandi verkáætlun og hönnunargögnum
  • Vinna í samræmi við tímaáætlanir
  • Vinna í samræmi við lög og reglugerðir
  • Taka mið af gæðakröfum og þekkja til viðurkennds verklags
  • Gera öðrum gein fyrir verkefninu og framkvæmd þess
  • Geta rökstutt val sitt á vinnuaðferðum
  • Geta rökstutt val sitt á áhöldum og tækjum til verksins
  • Geta rökstutt val sitt á efnum
  • Geta gert grein fyrir efnis afföllum og frávikum frá kostnaðaráætlun
  • Geta lagt mat á verkáætlun og hönnunargögn verksins
  • Meta mikilvægi þess að ganga vel um vinnustað sinn

Námsmat

Símat eftir ástundun nemanda, þátttöku í tímum, verkefnavinnu og örprófum frá kennara.

Útgáfunúmer

 

Skólar

 

Fyrirmynd

LHÚ 104