LEIK1AA05

Titill

Leiklist – spuni og grunnvinna

Námsgrein

Enska

Viðfangsefni

Byrjunaráfangi í leiklist

Skammstöfun

LEIK1AA05

Staða

 

Þrep

1

Einingafjöldi

5

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

Lýsing

 Í áfanganum þjálfast nemendur í undirstöðuatriðum leiklistar svo sem persónusköpun, spuna og látbragðsleik.  Nemendur lesa ljóð, fara með ræður, lesa leikrit og þjálfast í að sviðsetja þau. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á hinu fjölþætta eðli leiklistarinnar og hvernig hún tengist öðrum listgreinum. Kynnt eru hugtök og orðaforði sem tengist greininni. Nemendur eru þjálfaðir í  ýmsum spunaaðferðum sem nýtast í leiklist. Unnið verður með sagnaaðferðir, einnig tekist á við textavinnu og verkfærakista leikarans stækkuð. Leikgleði og líkamleg meðvitund efst á baugi. Hópvinna, paravinna og einstaklingsvinna.

 

Forkröfur

 

Þekkingarviðmið

Þekking í lok fyrsta þreps:

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

 

- grunnvinnu með persónusköpun<br>

- grunnhugtökum í leiklist<gr>

- þekki vinnubrögð úrvinnslu leiktexta

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

- reyna á sig við úrlausnir verkefna í hópavinnu<br>

- lestri margs konar gerða af leiktexta <br>

- að taka virkan þátt í spuna<br>

- að tjá sig skýrt og geta gert grein fyrir aðferðum og útkomu verkefna<br>

- að skrifa dagbók fyrir bekkinn sinn

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

- fá tilfinningu fyrir líkama sínum og rödd sem verkfæri í leiklist<br>

- öðlast skilning á rými og líkamsvitund<br>

- vinna verkefni í hópavinnu<br>

- ræða og vinna með grunnhugtök í leiklist<br>

- vinna spunaverkefni og þróa áfram

ræða um persónusköpun<br>

- vinna með leiktexta <br>

- öðlast  öryggi  og  sjálfstraust  á leiksviði

 

Námsmat

Fjölbreytt námsmat

Útgáfunúmer

 

Skólar

 

Fyrirmynd