KVIK2UK05

Titill

Upphaf kvikmynda

Námsgrein Kvikmyndasaga
Viðfangsefni Kvikmyndasagan 1798-1919
Skammstöfun KVIK2UK05
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Lýsing

Fjórir fyrstu kaflarnir í Kvikmyndasögu Roberts Sklar lesnir (fyrsti hluti), í þýðingu kennara áfangans með leyfi höfundar. Sýnd brot úr kvikmyndum frá tímabilinu og þrjár kvikmyndir skoðaðar í heilu lagi til dæmis:

     A Trip to the Moon, The Great Train Robbery, Cabiria, Fæðing þjóðar, Das Cabinet der Dr Caligari eða Broken Blossoms

Forkröfur KVIK1KH05 eða KVIK1HS05
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á eftirfarandi sem er:

  • Forsaga kvikmyndanna: hvernig kvikmyndir urðu til
  • Méliés og Lumiére bræðurnir
  • Mikilvægi Muybridge í þróun kvikmynda
  • Edison og einkaleyfi hans
  • Þróun kvikmynda: frá töfralömpum til töfrakvikmynda
  • Hvernig kvikmyndastjörnur urðu til
  • Þróun kvikmynda úr stuttum myndum í lengri myndir
  • Hvernig kvikmyndategundir þróuðust
  • Max Linder, fyrsta gamanleikjastjarnan í kvikmyndunum
  • Chaplin og veldi hans
  • David Wark Griffith og framlag hans til kvikmynda
  • Fyrstu stórmyndirnar: Ítalía - þýski expressionisminn
  • Þróun kvikmyndahúsa
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Að tjá sig á tæknilegan hátt um þróun kvikmynda og upphaf þeirra
  • Að skrifa um kvikmyndir í menningarsögulegu samhengi
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt sér þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Til að útbúa sitt eigið tæknihandrit fyrir kvikmynd
  • Meta þróun í leiktúlkun og leikstjórn kvikmynda
Námsmat Símat: Tvö próf og ritgerð sem fjallar um efni sem tengist kvikmyndum tímabilisins