KVIK1HS05

Titill

Kvikmyndafræði: Hugtök II

Námsgrein Kvikmyndasaga
Viðfangsefni Tæknilegir grunnþættir kvikmyndalistar II
Skammstöfun KVIK1HS05
Þrep 1
Einingafjöldi 5
Lýsing

Farið í helstu hugtök kvikmyndalistarinnar með hagnýtum dæmum úr nokkrum kvikmyndasöngleikjum. Skoðuð myndin Visions of Light: The Art of Cinematography

Forkröfur Engar
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á eftirfarandi hugtökum

                            (hér að mestu í stafrófsröð):

  • Leikmynd, leikstjórn, linsur og listrænar kvikmyndir
  • Listræn stjórn (art direction), lota (shot) og loturöð
  • Löng taka, lýsing, Marxismi (áhrif í sovéskum kvikmyndum)
  • Víxlklipping (crosscutting), millitextar, mjúk skerpa
  • Montage (klipping), myndskerpa (focus), myrkraræma (film noir)
  • Neðantaka (low-angle shot), nýbylgja, nýraunsæi (neorealism)
  • Raddsetning (voice-over), römmun (framing) og skerpuskipti
  • Samhengi (continuity), sígildar kvikmyndir (Hollywood)
  • Skygging, snúningslota (pan), spóla (reel) og stjörnukerfi
  • Súrrealismi og sviðsetning (mise-en-scéne)
  • Taka (take), talsetning, tónskrá (score) og töfralampi
  • Töfraraunsæi, uppskipt mynd (split screen) og víxlklipping
  • Weimar kvikmyndir, þysjun (zoom) og þýddur texti (subtitles)
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Að tjá sig með tæknhugtökum um kvikmyndir á gagnrýnan hátt
  • Að bera saman ólíkar tegundir kvikmynda
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt sér þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Útbúa sín eigin kvikmyndahandrit
  • Ræða af öryggi um tækniþætti kvikmyndalistar
Námsmat

Símat: Tvö próf og ritgerð sem fjallar um handritsgerð með áherslu á klippingar