KÓRA1AA02
| Titill | Kór |
| Námsgrein | Kór |
| Viðfangsefni | Almennur kórsöngur og framkoma |
| Skammstöfun | KÓRA1AA02 |
| Þrep | |
| Einingafjöldi | |
| Lýsing |
Nemandi fær úthlutað námsefni af kórstjóra er hæfir viðfangsefninu. Nemanda ber að kaupa kórmöppu.Viðfangsefnin eru margbreytileg en fastur liður á hverri önn er a.m.k. einir tónleikar auk söngs við brautskráningu. Mikilvægt er að kórfélagar geri sér grein fyrir því að það hvílir ábyrgð á herðum þeirra að stunda kórinn jafnt og þétt alla önnina. Nemendur verða að vera tilbúnir í að sinna verkefnum utan skólatíma, s.s. tónleikahald, æfingabúðir, fjáröflunarstarf, aukaæfingar o.fl. |
| Forkröfur | Engar |
| Þekkingarviðmið |
- Að efla söngkunnáttu nemandans - Að styrkja félagsfærni nemandans og samvinnu - Að þjálfa nemandann í framkomu við ólík tækifæri - Að nemandinn kynnist fjölmörgum ítölskum hugtökum í tónlist - Að kynna fyrir nemendum íslenskan tónlistararf í formi þjóðlaga -Að þjálfast í flutningi á tónlist úr ólíkum stíltegundum s.s. djass þjóðlagatónlist,klassík, kirkjutónlist, popptónlist o.fl.
|
| Leikniviðmið |
Nemandi skal hafa öðlast leikni í -söng og framkomu -nánu samstarfi og samvinnu -félagsfærni og ábyrgð -greina og flytja tónlist af ólíkum stíl og uppruna
|
| Hæfniviðmið |
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: -meta gæði söngmenntar -öðlast þekkingu á kórstarfi -áframhaldandi söngnám eða kórstarf -atvinnumennsku í tónlist |
| Námsmat |
Til að standast önnina verður ástundun að hafa verið til fyrirmyndar, þ.e. raunmæting má ekki fara undir 80% og ætlast er til að nemandi mæti á allar uppákomur kórsins innan skóla sem utan. Séu ofangreind skilyrði uppfyllt fær nemandi aukaeiningu. Og til að standast kóraáfangan þarf að mæta við brautskráningu í lok hverrar annar.
|







