KÍNA2TS05

 

Titill Kína – Tungumál og saga
Námsgrein Kína
Viðfangsefni Kína – Tungumál og saga
Skammstöfun KÍNA2TS05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum er farið í grunnatriði mandarín kínversku með áherslu á algengustu tákn kínverskunnar, ritun þeirra ásamt tónlegri uppbyggingu tungumálsins og einföldum orðaforða daglegs lífs.

Einnig kynnast nemendur sögu Kína frá fornöld til okkar tíma. Þar verður farið yfir samskipti Kína við nágrannaþjóðir, konungsættirnar, kynni Kínverja af Evrópumönnum, menningarbyltinguna o.fl.

Nemendur fá þjálfun í að fletta upp táknum í orðabókum og að nýta

upplýsingatæknina á hagnýtan hátt þegar kemur að kínverskunni. Farið verður yfir nokkur atriði kínverskrar menningar og munurinn skoðaður á tungumáli og menningu í Hong Kong, Taívan, Kína og Macau.

Forkröfur Nemandi hafi hafi klárað minnst 2. þrep í ensku
Þekkingarviðmið Nemandi afli sér þekkingar og skilnings á:
  • undirstöðu atriðum í mandarín kínversku
  • kynnist kínversku ritmáli
  • þekki algengustu tákn kínversku
  • kynnist helstu atriðum kínverskrar menningar
  • þekki muninn á tungumáli og menningu í Hong Kong, Taívan, Kína og Macau.
  • kynnist helstu atburðum í sögu Kína
  • þekki helstu straumhvörf í sögu kínverskra stjórnvalda
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
  • að færa rök fyrir máli sínu
  • að geta lýst aðstæðum á tilteknum tíma og rakið atburðarás í sögu Kína í stórum dráttum
  • að skýra helstu viðburði tímabilsins
  • að gera greinarmun á staðreynd og túlkun
  • að draga sjálfur ályktanir
  • að flytja af nokkru öryggi endursagnir, kynningar og lýsingar á tilteknum málefnum
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • kynna fræðilegt efni á viðeigandi hátt
  • færa rök fyrir niðurstöðum
  • gera sér grein fyrir orsökum og afleiðingum
  • tengt atburði heimssögunnar við okkar tíma
  • geti sýnt kunnáttu sína í ljósu og samfelldu máli
Námsmat

Símat/leiðsagnarmat þar sem byggt er á fjölbreyttu námsmati: verkefnavinna, jafningjamat, ferlisvinna, smærri próf og kannanir.

Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd