ÍÞST3AÐ03

Titill

Íþróttir - Starfsþjálfun

Námsgrein Íþróttaþjálfun
Viðfangsefni Aðstoðarmaður í íþróttaþjálfun
Skammstöfun ÍÞST3AÐ03
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 3
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Þessi áfangi er hugsaður sem undirbúningur fyrir starf í íþróttastarfi/frístundastarfi hjá íþróttafélögum fyrir börn á aldrinum 4-12 ára. Nemandinn mun setja upp æfingaáætlun í samráði við íþróttaþjálfara/kennara. Hann mun síðan þjálfa/kenna með íþróttakennara eða þjálfara. Æfingaáætlun og kennsla er metin í lok æfingakennslutímabils.   Miðað er við 2 æfingar á viku að jafnaði.
Forkröfur ÍÞFR2ÞJ03
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu á:
  • kennslu og þjálfun barna og unglinga á aldrinum 4-12 ára
  • helstu forsendum áætlanagerðar í íþróttum
  • hlutverki íþróttaþjálfara sem fyrirmyndar barna og unglinga
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:
  • leiðbeina börnum og unglingum í í tækniatriðum ýmissa íþróttagreina
  • kynna nýja leiki og æfingar fyrir æfingahóp barna og unglinga
  • hafa jákvæð og örvandi samskipti við æfingahópa sína
Hæfniviðmið Að þessum áfanga loknum á nemandi að geta
  • kennt börnum og unglingum ýmsa leiki og grunnæfingar í íþróttum undir stjórn íþróttakennara/þjálfara
  • haldið uppi aga og virkni í sínum æfingahópi
Námsmat Nemendur þurfa að skila
  • Skýrslu um hópinn þar sem kemur fram aldurssamsetning, kyn, íþróttagrein og fjöldi iðkenda í hópnum
  • Einum tímaseðli í hverjum mánuði
  • Dagbók, skilað í lok hvers mánaðar, þar sem kemur fram fjöldi æfinga, leikja og móta auk þess sem fjallað á um hvernig til hefur tekist
  • Staðfestingu frá yfirþjálfara um að umrædd þjálfun hafi átt sér stað
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd