ÍÞRÓ2ÞL03

Titill

Þjálfun og lífsstíll

Námsgrein Íþróttir og líkamsrækt
Viðfangsefni Lífsstíll og heilsa
Skammstöfun ÍÞRÓ2ÞL03
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 3
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Áfanginn er bæði verklegur og bóklegur.

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur taki þátt í alhliða líkams- og heilsurækt. Að nemendur taki þátt í mælingum á eigin líkamsfari og fái tækifæri til að skipuleggja eigin þjálfun.

Farið er yfir helstu flokka næringarefna og mikilvægi rétts mataræðis fyrir líkamann. Einnig er skoðað hvaða skaðlegu áhrif áfengi, tóbak og vímuefni hafa á líkamann.

Fjallað er um líkamlega, andlega og sálræna þætti sem skipta máli fyrir heilsu okkar og í framhaldi skoðað hvaða þýðingu það hefur að búa við góða heilsu.

Forkröfur ÍÞRÓ1ÞH03
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi grunnþjálfunar, bæði fyrir daglegt líf og sem grunn fyrir frekari þjálfun
  • hugtökunum snerpa, hraði, samhæfing og tækni
  • mikilvægi hvíldar fyrir heilsuna og til að ná árgangri í íþróttum
  • hvernig meta megi eigin getu út frá mismunandi mælingum og nota niðurstöðurnar til að skipuleggja eigin þjálfun
  • hvernig eigi að skipuleggja þjálfun, allt frá langtímaáætlun niður í einn sértækan tíma
  • mikilvægi góðs mataræðis fyrir heilsuna og sem hluta af þjálfun
  • fæðuflokkunum og hvernig við getum nálgast helstu næringarefni
  • hvað felist í því að búa við góða félagslega og sálræna heilsu
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota mismunandi þrek- og styrktarpróf til að meta eigin getu
  • skipuleggja eigin þjálfun yfir ákveðið tímabil og fara eftir henni
  • skoða eigið mataræði á gagnrýninn hátt og meta hvað sé í lagi og hvað megi fara betur
Hæfniviðmið Að þessum áfanga loknum á nemandi að geta nýtt sér þekkingu sína og leikni til að:
  • breyta og bæta eigin lífsstíl
Námsmat Námsmat byggist á vinnubók sem nemendur skila, svo og á verkefnum og einu skriflegu prófi. Auk þess er mæting og virkni metin í verklegum tímum.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd