ÍÞFR3LL05

Titill Líffæra- og lífeðlisfræði íþróttamanna
Námsgrein Íþróttafræði
Viðfangsefni Líffæra- og lífeðlisfræði íþróttamanna
Skammstöfun ÍÞFR3LL05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum verður fjallað um starfsemi mannslíkamans með áherslu á bein, vöðva, hjarta og blóðrás og fleiri líffæri og líffærakerfi sem tengjast hreyfingum mannslíkamans. Fjallað verður um bein, bönd og liðamót, liðfleti og liðpoka. Fjallað verður um einstaka vöðva, upptök þeirra, festu og starf ásamt því að farið verður í mismunandi gerðir vöðvaþráða og mismunandi áhrif þjálfunar á þá.  Einnig verður farið í skipulagningu þjálfunar íþróttamanna og áætlanagerð. Áhersla verður lögð á að tengja námið við íþróttaiðkun. Í áfanganum verður fjallað um þol, kraft, hraða og liðleika og farið yfir próf/mælingar til að meta þessa þætti.

Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur.

Forkröfur ÍÞFR2ÞJ05
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu á:
  • hlutverki beinagrindar og hreyfingum helstu liðamóta
  • helstu vöðvum og vöðvahópum líkamans
  • starfsemi hjarta og blóðrásarkerfis
  • starfsemi lungna
  • taugakerfi líkamans
  • skipulagningu þjálfunar
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:
  • staðsetja helstu vöðva, bein, bönd og liðamót
  • nota æfingar og leiki til þjálfunar þols, kraft og liðleika
  • mæla þol, kraft og liðleika
  • meta kosti og galla mismunandi þjálfunaraðferða
Hæfniviðmið Að þessum áfanga loknum á nemandi að geta
  • notað nokkrar mismunandi aðferðir við þol-, kraft-,  liðleika og tækniþjálfun
  • skipulagt íþróttaþjálfun á markvissan hátt
  • framkvæmt kannanir á þoli, vöðvakrafti og liðleika
  • útbúið þjálfunaráætlun fyrir þol-, styrktar- og liðleikaþjálfun
  • nýtt sér upplýsingatækni við skipulag þjálfunar
Námsmat  
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd