ÍSLE2BB05

Titill Barnabókmenntir
Námsgrein Íslenska
Viðfangsefni Barnabókmenntir
Skammstöfun ÍSLE2BB05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Fjallað er um barnabókmenntir í víðum skilningi, svo sem myndabækur, sögur, ljóð, ævintýri og teiknimyndir.

Nemendur kynnast einkennum, formi, útbreiðslu, vinsældum og kröfum sem gerðar eru til barnabókmennta. Gert er ráð fyrir að nemendur lesi allnokkra mismunandi bókmenntatexta, auk fræðilegrar umfjöllunar um barnabókmenntir.

Gert er ráð fyrir ýmiss konar verkefnavinnu, verklegri, munnlegri og skriflegri. Farið er fram á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. 

Bókmenntir/ritun: Nemendur kynna sér ýmis verk og/eða kafla úr þeim; sögum, ljóðum, leikverkum og fjölmiðlum (netmiðlum). Lögð er áhersla á persónusköpun, framsetningu, túlkun og endurspeglun þjóðfélagsins. Nemendur vinna ýmiss konar verkefni sem kynnt eru í töluðu og rituðu máli.

Málnotkun og málsnið: Nemendur athuga málfar og málnotkun í barnaefni og bera saman við annars konar texta.

Framsögn: Nemendur kynna niðurstöður sínar. Gert er ráð fyrir að allir nemendur taki þátt í umræðum og geti rökstutt mál sitt.

Forkröfur Lágmark 7 á grunnskólaprófi eða ÍSLE1DE05/ÍSLE1LR05.
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • inntaki og einkennum þeirra verka sem lesin eru
  • barnabókmenntum í sögulegu ljósi
  • mismunandi frásagnaraðferð og framsetningu í barnabókmenntum
  • tengslum barnabókmennta við siðferðisþroska
  • samspili barnabókmennta, samfélags og menningar
  • málfari og orðaforða barnabókmennta
  • innrætingu og túlkun barnabókmennta
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita gagnrýninni hugsun við vinnslu verkefna þar sem skoðanir hans koma fram
  • nota viðeigandi hjálpargögn við frágang ritsmíða
  • draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og tengja við eigin skoðanir
  • flytja af nokkru öryggi niðurstöður sínar frammi fyrir hópi
  • lesa sér til gagns bókmenntaverk ásamt fræðitextum um barnabókmenntir
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna skapandi og greinandi verkefni í tengslum við barnabókmenntir og þá fræðilegu umfjöllun sem lögð er til grundvallar í áfanganum
  • beita skýru og lýtalausu máli í ræðu og riti
  • taka þátt í málaefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efni og komast að niðurstöðu
  • túlka texta barnabókmennta og greina merkingu undir yfirborðinu
  • bera barnabókmenntir saman við aðrar bókmenntagreinar
  • meta uppeldisgildi barnabókmennta út frá ýmsum sjónarmiðum og gera sér grein fyrir þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar matinu.
Námsmat Símat/leiðsagnarmat og próf.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd