ÍSLE1LR05

Titill

Lestur og ritun

Námsgrein Íslenska
Viðfangsefni Lestur, lesskilningur, ritun, málfar og stafsetning
Skammstöfun ÍSLE1LR05
Staða  
Þrep 1
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Nemendur lesa eina skáldsögu og smásögu og vinna verkefni tengd þeim. Þeir skrifa smásögu í ferlisritun. Þeir læra bragfræði og lesa ljóð. Þeir þjálfast í lestri, skrift og framsögn.

Ritun: Nemendur vinna skrifleg verkefni og þjálfast í að semja innihaldsríkar málsgreinar. Hugað verður að byggingu efnisgreina.

Lestur: Nemendur lesa eina skáldsögu, að minnsta kosti eina smásögu og nokkur ljóð.

Málnotkun: Nemendur þjálfast í að beita tungumálinu með því að fjalla um bókmenntir og að mynda sér skoðun á þeim. Þeir þurfa að vinna skrifleg verkefni.

Framsögn: Nemendur þjálfast í að koma fram fyrir hóp og flytja áheyrilega ljóð eða lausamálstexta.

Forkröfur Einkunnin C í grunnskóla eða undirbúningsáfangi (ÍSLE1FV05)
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
  • grunnhugtökum í ritgerðasmíð,
  • helstu málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
  • orðaforða umfram það sem tíðkast í talmáli
  • mismunandi lestraraðferðum
  • nokkrum tegundum bókmennta og nytjatexta
  • helstu hugtökum sem nýtast við umfjöllun um bókmenntir
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skrifa ýmsar tegundir nytjatexta í samfelldu máli þar sem framsetning er skýr og skipulögð
  • nota leiðréttingarforrit og önnur hjálpargögn til að lagfæra eigin texta
  • nýta algengustu hugtök í málfræði til að bæta eigin málfærni
  • beita mismunandi blæbrigðum og málsniði í tal- og ritmáli
  • taka saman og flytja stuttar endursagnir, lýsingar og kynningar á afmörkuðu efni
  • lesa sér til gagns og gamans texta sem gera nokkrar kröfur til lesenda
  • skilja algengt líkingamál og orðatiltæki
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • semja stutta texta af ýmsu tagi með viðeigandi málfari
  • beita einföldum blæbrigðum í málnotkun til að forðast einhæfni og endurtekningar
  • halda uppi samræðum og rökstyðja eigin fullyrðingar, ákvarðanir eða skoðanir á málefnalegan hátt
  • túlka og meta atburðarás og persónur í bókmenntum eða annars konar textum
  • sýna þroskaða siðferðisvitund og víðsýni í málflutningi sínum, umfjöllunum og verkum
Námsmat Símatsáfangi með mörgum smærri verkefnum og prófum
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd