ÍSLA2ÍA05

Titill Íslenskt mál A
Námsgrein Íslenska sem annað tungumál
Viðfangsefni Málfræði, lestur, hlustun, ritun og tal
Skammstöfun ÍSLA2ÍA05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum vinna nemendur með íslenskt mál sem sitt annað tungumál. Reynt er að koma til móts við þarfir nemenda og staða hvers og eins er metin. Tekið er mið af bakgrunni og færni nemandans.

Unnið er út frá eftirfarandi grunnhugmyndum: 1)Að verða hluti af samfélaginu 2)að tileinka sér nýtt tungumál og 3) að kynnast nýjum menningarheimi

Unnið er með eitt þema

Í áfanganum er lagt upp með að nemendahópurinn kynnist vel innbyrðis og öðlist þannig meira sjálfstæði og öryggi í náminu.

Málfræði Grunnhugtök í málfræði. Nemendur vinna málfræðiverkefni.

Málnotkun Nemendur þjálfast í að beita málinu með því að fjalla um efni tengt þema áfangans.   Skrifleg og munnleg verkefni.

Ritun   Nemendur þjálfast í að semja stutta texta og kynnast uppsetningu ritgerða s.s. forsíðu og fyrirsögnum. Uppbygging efnisgreina þjálfuð.

Tjáning Nemendur fjalla munnlega um efni tengt þema annarinnar. Nemendur taka þátt í samræðum með kennara   í minni hópum og í einstaklingsviðtölum.

Lestur Nemendur lesa stutta nytja- og bókmenntatexta

Áhersla er lögð á að nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan og skapandi hátt.

Kennsluaðferðir og verkefnavinna er fjölbreytt.

Forkröfur  
Þekkingarviðmið

Nemandi hafi aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • grunnatriðum í málfræði og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
  • grunnatriðum í málnotkun sem nýtast í tal- og ritmáli
  • fjölbreyttum orðaforða
  • grunnhugtökum í ritun
  • nokkrum gerðum bókmennta- og nytjatexa
  • grunnatriðum í íslenskum framburði

 

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • að nýta grunnreglur í málfræði og málnotkun í ræðu og riti
  • að lesa sér til gagns einfalda texta og upplýsingar úr umhverfinu
  • að skrifa einfalda nytjatexta
  • að tjá sig á skiljanlegan hátt um einfalt efni
  • að draga saman aðalatriði úr fyrirlestrum og ritmáli
  • að leita upplýsinga úr heimildum
  • að taka saman og flytja stuttar endursagnir
  • að fylgja einföldum meginþræði frásagnar
  • að beita skipulögðum og sjálfstæðum vinnubrögðum
  • að nota hjálpargögn og leiðréttingarforrit til að lagfæra eigin texta
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • halda uppi samræðum á einföldu mál um efni sem hann hefur kynnt sér
  • efla ábyrgðartilfinningu gagnvart sjálfum sér, námi sínu og umhverfi.
  • efla sjálfsöryggi í ritun og tjáningu, efla sjálfstæði og vandvirkni í vinnubrögðum
  • skoða viðhorf og gildi sem móta menninguna á Íslandi
Námsmat Fjölbreytt námsmat. Allir fimm hæfniþættirnir metnir; málfræði, lestur, hlustun, ritun og tal
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd ÍSA103/ÍSA203