ÍSLA1GA05

Áfangalýsing

Titill Grunnur að íslensku A
Námsgrein Íslenska sem annað tungumál
Viðfangsefni Málfræði, lestur, hlustun, ritun og tal
Skammstöfun ÍSLA1GA05
Staða  
Þrep 1
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum vinna nemendur með íslenskt mál sem sitt annað tungumál. Reynt er að koma til móts við þarfir nemenda og staða hvers og eins er metin. Tekið er mið af bakgrunni og færni nemandans.

Unnið er út frá eftirfarandi grunnhugmyndum: 1)Að verða hluti af samfélaginu 2)að tileinka sér nýtt tungumál og 3) að kynnast nýjum menningarheimi

Í áfanganum er lagt upp með að nemendahópurinn kynnist vel innbyrðis og öðlist þannig meira sjálfstæði og öryggi í náminu.

Unnin verða fjölbreytt skrifleg og munnleg verkefni.

Forkröfur  
Þekkingarviðmið

Nemandi hafi aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • grunnorðaforða (m.a. töluorð, hús og híbýli, matur, atvinna, fjölskylda, spurnarorð, klukka, veður)
  • grunnatriði í beygingarfræði (nútíð, eintala og fleirtala, raðtölur, kyn nafnorða, fallbeyging, lýsingarorð)

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • að tjá sig munnlega með einföldum setningum
  • að beita grunnatriðum í framburði
  • að skrifa einfaldan og léttan texta eftir upplestri
  • að semja einfalda nytjatexta
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • bregðast við einföldum spurningum um daglegt líf
  • segja frá sjálfum sér
  • átta sig á innihaldi stuttra og einfaldra nytjatexta
  • eiga einföld munnleg samskipti
  • geta metið eigið vinnuframlag og stöðu
  • spjara sig í samfélaginu
Námsmat Fjölbreytt námsmat. Allir fjórir hæfniþættirnir metnir; tal, ritun, hlustun og lestur.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd ÍSA (193)A