INKH3KI03

Titill

Inniklæðningar

Námsgrein

Húsasmíðabraut

Viðfangsefni

Klæðningar innanhúss og frágangur á einangrun og rakavörn

Skammstöfun

INKH3KI03

Staða

 

Þrep

3

Einingafjöldi

3

Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla

 

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um klæðningar innanhúss með áherslur á útfærslur og klæðningu veggja, lofta og gólfa.  Gerð er grein fyrir uppsetningu einstakra grindar- og klæðningakerfa, efnisnotkun, festingum, einangrun, áhöldum, tækjum og vinnuaðferðum.   Nemendur læra um smíði léttra innveggja úr blikkstoðum, klæðningu þeirra með gifsplötum, uppsetningu niðurhengdra kerfislofta og lagningu mismunandi parkets m.m.  Sérstök áherlsa er lögð á útfærslur og frágang á léttum byggingavirkjum í votrými.  Áfanginn er bæði ætlaður húsa- og húsgagnasmiðum og kennslan er að mestu bókleg þar sem m.a. er farið í heimsóknir í fyrirtæki.

Forkröfur

 

Þekkingarviðmið

Þekkingarviðmið áfangans er að nemendur hafið aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • Hlutverki einangrunar
  • Mismunandi einangrunarefnum
  • Mismunandi einangrunarkröfum byggingarhluta
  • Einangrunarkröfum í þaki
  • Einangrunarkröfum í steyptum útveggjum
  • Einangrunarkröfum í timburveggjum
  • Mimsmunandi eiginleikum einangrunar eftir kg/m3 – nafnþyngd
  • Brunaflokkum byggingarefna
  • Rakavörn
  • Lagnagrind útveggja og lofta
  • Mismunandi klæðningarefnum
  • Uppbyggingu inveggja úr timbri
  • Uppbyggingu innveggja úr blikki
  • Hvernig eigi að byggja upp létta veggi í votrými
  • Mismunandi kerfisveggjum
  • Mismunandi kefisloftum
  • Efni, festingum, áhöldum og tækjum til smíði og uppsetningu veggja og lofta
  • Gifsklæðninga
  • Mismun á gegnheilu og fljótandi parketi
  • Öryggisreglum og öryggisbúnaði við vinnu við innveggi

Leikniviðmið

Leikniviðmið áfangans er að nemendur hafi öðlast leikni í að:

  • Vinna með mismuandi einangrun
  • Velja einangrun eftir byggingarhlutum
  • Þekkja hlutverk einangrunar eftir nafnþyngd, kg/m3
  • Ganga frá rakavörn í húsum
  • Byggja upp veggi út frá kröfum um brunaþol
  • Velja einangrun út frá brunakröfum
  • Velja klæðningarefni út frá brunakröfum
  • Þekkja tákn fyrir brunamótstöðu byggingarhluta
  • Þekkja hvað liggi að baki tákninu R
  • Þekkja hvað liggi að baki tákninu E
  • Þekkja hvað liggi að baki tákninu I
  • Þekkja hvað liggi að baki tákninu C
  • Vinna lagnagrind útveggja og lofta
  • Vinna innveggi úr timbri
  • Vinna innveggi úr blikki
  • Vinna með mismunandi veggja klæðningar
  • Vinna með mismunandi loftaklæðningar
  • Vinna veggi í votrýmum
  • Vinna með kerfisveggi
  • Vinna með kerfisloft
  • Vinna með gifsklæðningar
  • Vinna með fljótandi gólfefni
  • Vinna með gegnheil gólfefni
  • Gæta að öryggis og öryggisbúnaði á vinnustað

Hæfniviðmið

Nemandi geti hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Takast á við hin fjölbreyttu verkefni er kunna að myndast á byggingarstað
  • Þekkja verkferla við einangrun útveggja og lofta
  • Þekkja verkferla við frágang á rakavörn
  • Þekkja verkferla við frágang á lagnagrind í útveggjum
  • Þekkja verkferla við frágang á lagnagrind í loftum
  • Þekkja verkferla við byggingu innveggja milli brunahólfa
  • Þekkja verkferla við að byggja upp veggi milli íbúða
  • Þekkja verkferla við byggingu mismunandi innveggja
  • Þekkja til mismunandi innveggjaklæðninga
  • Þekkja til og geta tileinkað sér mismunandi kerfisveggi
  • Þekkja til og geta tileinkað sér mismunadi loftakerfi
  • Þekkja til og vinna með mismunandi gólfefni
  • Hafa ávalt í huga og tileinka sér notkun á réttum öryggisbúnaði á vinnustað

Námsmat

Símat byggt á  virkni í tímum og þátttöku í umræðum 20%

Verkefnavinna unnin í tímum 40 %

Próf í lok annar 40 %

Útgáfunúmer

 

Skólar

 

Fyrirmynd

INK 102