HUGI2NÚ05

Titill Sjálfsstyrking og núvitund
Námsgrein Hugarfar
Viðfangsefni Sjálfsstyrking og núvitund
Skammstöfun HUGI2NÚ05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla HUGI2NÚ05
Lýsing

Í áfanganum læra nemendur aðferðir til að hafa áhrif á líðan og andlegan styrk. Fjallað verður um hvernig líðan tengist hugsunum og þá hvernig hafa megi áhrif á hugsanirnar og þá um leið líðan. Að auki læra nemendur leiðir til sjálfsstyrkingar, að efla einbeitingu, takast á við streitu, vinna gegn kvíða og höndla depurð. Einnig verður fjallað um samskipti og samskiptahæfni. Jóga verður einnig í brennidepli og kenndar jógaæfingar auk þess sem farið er í hvernig jóga nýtist í öllum ofangreindum þáttum.

Forkröfur Engar.
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • Því hvernig hugsanir hafa áhrif á líðan og hegðun.
  • Nokkrum aðferðum sálarfræðinnar til að efla sjálfsmynd og bæta einbeitingu.
  • Mismunandi aðferðum og leiðum til samskipta, til að leysa ágreining, gagnrýna á uppbyggilegan hátt og taka við gagnrýni.

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Greina mismunandi hugsanir og tilfinningar.
  • Bera saman mismunandi leiðir til að hafa áhrif á eigin líðan.
  • Meta áhrif samskipta á aðstæður og líðan.
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Hafa áhrif á eigin líðan með sálfræðilegum aðferðum.
  • Leggja einfalt mat á eigin liðan út frá sálfræðilegum leiðum.
  • Beita einföldum leiðum til að bæta eigin sjálfsmynd, á einbeitingu og almenna líðan.
Námsmat Áfanginn er símatsáfangi. Lögð er mikil áhersla á mætingu og þátttöku í tímum.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd