HÖNN2VÖ05

HÖNN2VÖ05

Titill

Vöruhönnun

Námsgrein

Hönnun og textíll

Viðfangsefni

Að afla sér þekkingar á námi í vöruhönnun á háskólastigi. Að kynnast tækifærum til vöruhönnunar í eigin umhverfi.

Skammstöfun

HÖNN2VÖ05

Þrep

2

Einingafjöldi

5

Lýsing

Nemendur kynna sér það helsta sem er að gerast á Íslandi í dag á sviði vöruhönnunar. Hver og einn velur sér farveg fyrir eigin hönnun og leitar uppi hentugan efnivið, tækni og markmið fyrir vöru sína. Farið verður í FABLAB smiðjur í FSu og unnið út frá aðferðum sem tengja deildirnar tvær.

Forkröfur

Æskilegur fyrirvari er a.m.k. einn HÖNN áfangi eða sambærilegir áfangar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Tækifærum til sköpunar í hinum ýmsu textílgreinum, t.d. saumi, prjóni, vefnaði og þrykki.
  • Tækifærum til sköpunar með nýtingu stafræns verkstæðis (Fablab), þar sem móta má línur og form í tölvuforriti og prenta út í þrívídd.
  • Samnýtingu hand- og vélunninna aðferða.
  • Almennu hönnunarferli, frá hugmynd að tilbúinni afurð.
  • Vinnulaginu „hugmyndavinna, gagnasöfnun, úrvinnsla í efnivið og markaðssetningu.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Að beita aðferðum og verklagi valinna textílgreina, t.d. að nota saumavél.
  • Að beita tilraunavinnu með hráefni og aðferðir.
  • Að geta þróað eigin vöru út frá nánasta umhverfi sínu.
  • Að geta unnið sjálfstætt að þróun eigin vöru.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Öðlast yfirsýn yfir markmið vöruhönnunar sinnar.
  • Þróa nytjahluti út frá eigin forsendum og annarra.
  • Meta notagildi vöru út frá markmiðum neytandans.
  • Koma vöru sinni á markað, öllum í hag, á hagkvæman og umhverfisvænan hátt

 

Námsmat

Símat, unnið í samvinnu nemenda og kennara