HÖNN1FH05

Titill Saumtækni og sniðagerð
Námsgrein Fatahönnun
Viðfangsefni Fatahönnun fyrir byrjendur
Skammstöfun HÖNN1FH05
Staða  
Þrep 1
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing Grunnatriði í fatahönnun tekin fyrir. Skissuvinna og flöt teikning æfð. Einföld flík hönnuð og snið unnið eftir grunnsniði. Prufuflík saumuð og mátuð. Seinni flík er hönnuð út frá eigin líkama. Snið úr sniðablaði valið og breytt eftir eigin hönnun. Grunnform líkamans, lita- og textílfræði tekin fyrir. Sýning á hugmyndamöppu og eigin hönnun í annarlok.
Forkröfur Engar
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Uppbyggingu grunnsniða
  • Heiti sniðhluta, þráðréttu og mikilvægi merkinga
  • Notkun sniðablaða
  • Saumur á einföldum flíkum
  • Verklýsingar og flatar teikningar
  • Saumtækni
  • Ákveða efnismagn
  • Vönduð vinnubrögð
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

Vinna sniðútfærslu út frá grunnsniði

Nota heiti sniðhluta og nota merkingar

Geta tekið snið upp úr sniðablaði og nýtt það til að sauma einfalda flík

Útfæra og sauma flíkur eftir málum

Fara eftir verklýsingum

Geta sett hugmyndir sínar á blað

Leggja snið á efni þannig að þráðlína sé rétt og efnið nýtt vel

Hæfniviðmið Nemandi skala geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Vinna sjálfstætt einfaldar sniðútfærslur út frá grunnsniðum
  • Sauma einfaldar flíkur eftir grunnsniðum og tilbúnum sniðum og breytt eftir eigin hugmyndum
  • Vinna eftir verklýsingum
  • Ákveða efnismagn
  • Temja sér vönduð vinnubrögð
Námsmat Símat: Mæting og virkni. Heimapróf. Próf í tíma. Verklýsingar metnar. Prufur og önnur verkefni.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd