HGSU1HS03
| Titill | Hlífðargassuða |
| Námsgrein | Málmiðngreinar-grunnnám. Grunndeild bíliðna. |
| Viðfangsefni | Hlífðargassuða-verkleg-fagbókleg. |
| Skammstöfun | HGSU1HS03 |
| Staða | |
| Þrep | 1 |
| Einingafjöldi | 3 |
| Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla | |
| Lýsing | Nemendur læra að undirbúa og sjóða MIG-suðu á áli og ryðfríu stáli og einnig MAG-suðu á stáli. Þeir læra að sjóða efnisþykktir 2-5mm, stál, ryðfrítt stál og ál samkvæmt gæðaflokki C (ÍST EN 25817) í plötu og rör. Þeir skipuleggja suðuverkefni m.t.t. krafna um gæði, öryggi og umhverfi. Nemendur læra að sjóða eftir suðuferilslýsingum og öðlast þekkingu á kostum mismunandi suðuvíra og aðferða. |
| Forkröfur | Grunnskólapróf. |
| Þekkingarviðmið |
Nemendur hafi aflað sér eftirfarandi þekkingar: Gastegundir og gasblöndur sem notaðar eru við suðu á áli, stáli og ryðfríum efnum. Hlutverk hlífðargassins og réttar stillingar. Alla hluta suðubyssu og leiðara fyrir MIG/MAG og TIG- suður. Virkni suðutækja, drifbúnað og pólun. Virkni viðnámsspólu í MIG/MAG-suðutækjum. Helstu galla í suðum samkvæmt staðlinum ÍST EN 25 817. Virkni mismunandi hlífðargass. Öryggismál. |
| Leikniviðmið | |
| Hæfniviðmið | |
| Námsmat | Símat-verkefni annar,verkleg og bókleg. |
| Útgáfunúmer | |
| Skólar | |
| Fyrirmynd | |







