HAND2AB05

Titill

Handboltaakademía

Námsgrein Handbolti
Viðfangsefni Tækni og styrkur
Skammstöfun HAND2AB05
Þrep 2 (AB)
Einingafjöldi 5
Lýsing Afreksíþróttaáfangi þar sem viðkomandi nemendur takast á við flóknari atriði í handbolta og styrktarþjálfun
Forkröfur HAND1AA05, HAND1AB05 og HAND2AA05. Einnig verða gerðar ríkar kröfur um stundvísi á æfingar, vinnusemi, aga og heilbrigðan lífsstíl. Nemandinn veit að neysla áfengis, tóbaks, vímuefna eða annarra ólöglegra lyfja er ekki umborin. Brot á þessum reglum varðar brottvísun úr handboltaakademíunni.
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast góða þekkingu á og geta tileinkað sér:
  • Öllum reglum í handbolta
  • Sýna framfarir í flóknari atriðum í íþróttinni og góðum leikskilning í handbolta
  • Sýna framfarir í grunnatriðum í sérhæfðri styrktarþjálfun til þess að standast kröfur íþróttarinnar
  • Kunni að setja sér raunhæf markmið á sviði allra þátta er tengjast þjálfuninni
  • Veri virkur hluti af liðsheild sem deilir sameiginlegu markmiði
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:
  • Æfa handbolta í hópi nemenda sem stefna á árangur í íþróttinni
  • Framkvæma og framfylgja leiðbeiningum þjálfara án aðstoðar
  • Sýna góðan andlegan styrk og vitund til þess að ná árangri í íþróttinni
Hæfniviðmið Að þessum áfanga loknum á nemandi að geta:
  • Æft og spilað kappleiki með það að markmiði að stefna á árangur
  • Sýni aukið sjálfstæði og frumkvæði varðandi styrktarþjálfun til þess að standast kröfur íþróttarinnar
  • Sýni þann aga og lífsstíl sem þarf til að ná árangri í íþróttinni
Námsmat Símatsáfangi og verkefnaskil