HAGF3ÞJ05

Titill Hagfræði
Námsgrein Þjóðhagfræði
Viðfangsefni Þjóðhagfræði
Skammstöfun HAGF3ÞJ05
Staða  
Þrep 3
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla ÞJ
Lýsing

Fjallað er um grunneiningar þjóðarhagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og

fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi. Kynnt er margvísleg framsetning á hagfræðilegu efni. Nemendur fá þjálfun í

að lesa úr línuritum og innsýn í notkun vísitalna, hlutfallareiknings, vegins meðaltals og fleiri algengra aðferða við vinnslu á hagfræðilegum upplýsingum. Áhersla er lögð á að nemendur geti hagnýtt sér Netið til öflunar hagfræðilegra upplýsinga.

Forkröfur HAGF2HA05
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

-Útreikningi á markaðsjafnvægi og verðteygni út frá gefnum stæðfræðilegum forsendum um eftirspurn og framboð

-Helstu aðila og launamyndunar á vinnumarkaði

-Hringrás opins og blandaðs hagkerfis

-Ráðstöfunaruppgjöri og útreikningum þjóðhagsstærða

-Umsvifum hins opinbera í efnahagslífinu og aðferða til fjármögnunar þeirra

-Öðlist skilning á efnahagslegu samhengi í þjóðfélaginu

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:

-Taka þátt í efnahagsumræðu út frá faglegu sjónarmiði og með ganrýnni hugsun

-Hagnýta sér Internetið til öflunar þekkingar á hafgræðilegum upplýsingum á ábyrgan og gagnrýnin hátt

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu sem hann hefur aflað sér til að:

-Gera sér grein fyrir grunnatriðum þjóðhagfræðinnar

-Geta tjáð skoðanir sínar á skýrann og skilmerkilegan hátt

-Gera sér grein fyrir samspili hagfræðinnar í samfélaginu

Námsmat Námsmat er verkefnamiðað símat. Áhersla er lögð á að nemendur taki virkan þátt í verkefnum og umræðum.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd