HAGF2HA05

Titill

Hagfræði

Námsgrein Hagfræði
Viðfangsefni Hagfræði
Skammstöfun HAGF2HA05
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla HA
Lýsing

Grunnhugtök hagfræðinnar eru viðfangsefni áfangans. Farið verður yfir helstu kenningar, strauma og stefnur hagfræðinnar og helstu hagfræðilíkön verða kynnt.

Forkröfur Engar
Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar á:

-Grundvelli hagfræðinnar sem fræðigreinar

-Megin viðfangsefni hagfræðinnar

-Mismunandi tegundir hagkerfa

-Grunneiningum hagkerfisins og umsvifa hins opinbera

-Helstu straumum í kenningum hagfræðinnar

-Skiptingu hagfræðinnar í þjóðhagfræði og rekstrarhagfræði

-Þeim stofnunum sem stjórna stýritækjum hagkerfisins

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni til að:

-Beita algengustu hugtökum hagfræðinnar á skýran og skilmerkilegan máta

-Taka þátt í einföldum umræðum um hagfræðileg málefni

-Nýta sér þekkingu sína við lestur á einföldum hagfræðilegum texta

-Að beita hagfræðilegum grunnhugtökum og þeim orðaforða sem notaður er í hagfræði

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu sem hann hefur aflað sér til að:

-Gera sér grein fyrir grunnatriðum hagkerfisins

-Geta tjáð skoðanir sínar á skýran og skilmerkilegan hátt

-Gera sér grein fyrir samspili hagfræðinnar í samfélaginu

Námsmat Námsmat er verkefnamiðað símat. Áhersla er lögð á að nemendur taki virkan þátt í verkefnum og umræðum.
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd