GRTE2FB05

Titill

Teikning

Námsgrein Grunnteikning
Viðfangsefni Flatarteikning og útflatningar
Skammstöfun GRTE2FB05  
Staða  
Þrep 2
Einingafjöldi 5
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla  
Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist áframhaldandi almenna þekkingu og þjálfun í teiknifræðum. Áfanginn skiptist í þrjá megin þætti: Flatarteikningu, fallmyndun og yfirborðsútflatninga og fríhendisteikningu. Í áfanganum er gert ráð fyrir að nemendur öðlist frekari færni í meðferð og notkun mæli- og teikniáhalda, myndrænni vinnu með viðfangsefni starfsgreina, þjálfist í lestri og gerð vinnuteikninga, fríhendisrissteikninga, gerð flatarmynda og útflatninga.  Áfanginn er undirbúningur fyrir fagbundið nám í teiknifræðum

Forkröfur GRTE1FA05
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
  • Teikniáhöldum og notkun þeirra
  • Teiknitáknum og notkun þeirra
  •  Lestri teikninga
Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Meðferð og notkun mæli- og teikniáhalda
  • Lestri teikninga
  • Gerð vinnuteikninga
  • Gerð flatarmynda
  • Gerða útflatninga
  • Gerð fríhendisrissteikninga
Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Velja teikniáhöld, línugerð og tákn til að vinna fallmyndir, útflatninga og þrívíðar myndir samkvæmt fyrirmælum, bæði með teikniáhöldum og fríhendis
Námsmat Símat/mappa 40%    próf 60%  
Útgáfunúmer  
Skólar  
Fyrirmynd GRT 203